9.8.2009 | 08:47
Orkuleysi......
Þvílík blíða hérna í gær maður,19°C hiti og eiginlega engin sól, besta veðrið. Fórum upp í kartöflugarð mæðgur þrjár í gærkvöldi að kanna sprettuna, eitthvað hafði uppskeran með gulrætur, radísur og næpur brugðist allavega var meiriparturinn ekki komið upp eða of þroskað. Var samt nokkuð dugleg við að vökva, en svona er þetta bara, hélt alltaf að einhver annar færi á milli en það virðist ekki hafa verið þannig. En ég fékk samt 3 næpur og þær voru GÓÐAR. Síðan tók ég upp eitt gras af hverri kartöflusort og þær voru bara brilliant flottar þannig að í kvöld verður hakkbuff með nýuppteknum böppum. Kötlu fannst þetta spennandi sérstaklega sá partur að þvo þær:)
Elduðum bjúgu með uppstúf í hádeginu í gær og buðum Hildi í mat, gott að borða eitthvað í hádeginu um helgar þar sem maður eldar alltaf bara á kvöldin á virkum dögum:)
Ronaldo datt allt í einu hérna inn á gólf í fyrrakvöld en var eitthvað órólegur og stakk sér út aftur eftir að hafa fengið sér að borða, leit mjög vel út samt, svo í gærkvöldi datt hann aftur hérna inn og fékk sér að éta og mjálmaði heil ósköp, ég tók hann upp og var að klappa honum þá hvæsti hann svona hroðalega á mig, ég setti hann niður og hann hvarf út í nóttina. Verð að ná honum næst þegar hann kemur heim og fara með til Elvu dýralæknis, greinilega ekki í lagi eitthvað...
Katla vaknaði ómögleg í gærmorgun, hálflasin bara með niðurgang og ergelsi. Sofnaði svo eftir hádegið eftir að hafa verið klst í baði að leika sér og var hressari eftir það. Er svo alveg mjög kát núna, bað um hafragraut í morgunmat og mangó (sem henni fannst vont) og horfir núna á barnaefnið.
Fórum í gærmorgun í góðan hjólatúr og renndum svo við í Hagkaup með pabba að kaupa okkur nammi í nammilandinu. Bara gaman að því, síðan vorum við bara svona að dunda okkur í gær. Brynja var eitthvað slöpp í gær og ég var eitthvað ómögleg einhver krankleikií familiunni en vonandi hressari í dag.
Okkur er boðið í Humarsúpu til Sollu og Víðis í hádeginu og ætlum við Katla að skella okkur til þeirra um kl 12. Verður gaman fyrir Kötlu að hitta Sigrúnu og Herdísi:)
Er arfaslæm í öxlunum þessa dagana en lyfti annan hvern dag til að reyna að styrkja þetta eitthvað en það virðist ekki gagnast enn sem komið er enda er þetta held ég slæm tognun í upphandleggsvöðva eftir að ég reyndi að grípa einn skjólstæðing minn fyrr í sumar dúddamía.
Best að fara að skipta á geninu og koma okkur báðum í föt og fara svo eitthvað út, ekki eins hlýtt í dag og í gær, er um 12°C núna en gæti alveg átt eftir að hækka.
OFURsjúlli kveður eitthvað orkulaus í augnablikinu
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.