Nýtni nr. 1-2 og 3

Maður var vaknaður snemma eins og alla aðra daga, nennti ekki að hreyfa mig í morgun margt annað sem er á dagskrá. Er núna t.d. að sjóða berjasultu, síðan fer ég í rabbabarasultuna og loks í að steikja mér slurk af fiskibollum. Var svo heppin að Viddi mágur kom með böns af fiski í gær og ég ætla að hakka og steikja það sem ekki komst í frystinn minn *slurp*

Fórum í að henda upp viftunni í gær við Viddi og vorum ekki lengi að því, ég tengdi svo rafmagnið og gekk svona ljómandi, skipti líka um eina kló og á eftir að dúddast aðeins í ljósum hérna já þetta er ekkert mál við konurnar getum allt bara ef við leggjum okkur fram. Enda langar mig að verða rafvirki þetta heillar mig pínu en mér svo sem nægir að geta gert ögn hér ef þarf, get eflaust ekki allt en næstum því annars á það eftir að koma í ljós, gerist ekki nema maður prófi:)

Katla mín kom heim úr leikskólanum í gær og fékk svo mikið hól frá stelpunum í Kotinu, "þessi stelpa væri alltaf glöð og spjallandi, dugleg að leika sér og færi svo fram í öllu" enda hef ég tekið eftir því, farin að tala á köflum eins og gömul kona:) Hún leikur sér mikið með keramikdýr (snigla, fiska, engla (reyndar ekki dýr) ofl.) sem mamma bjó til, er mjög litskrúðugt. Kemur allt í einu og segir "mamma mín, amma Lilja var svo æðislega góð við mig" nú segir ég, "já hún gerði allt þetta handa mér áður en hún fór heim" heim sagði ég eins og sauður, " já til guðs" sagði stubbur og trítlaði í burtu, mamman ekki sterkari en það og fór að volaW00t Talar rosalega mikið um mömmu, finnst samt svo ólíklegt að hún muni eftir henni var ekki nema rúmlega ársgömul þegar hún dó, fer reyndar oft með mér í kirkjugarðinn og svoleiðis og sagði einmitt í gærkvöldi þegar við vorum að fara að sofa og það var mynd af rósavendi í bókinni sem við vorum að lesa, "fara með svona til ömmu Lilju" já gerum það bráðum sagði ég, "ömmu finnst svona blóm svo falleg" en nóg um það þetta eru snillingar:)

Ekki oft sem ég tárast yfir fréttum, nema í morgun þá las ég um 4 ára dreng í Manchester sem hafði fengið heilahimnubólgu og það þurfti að taka af honum alla útlimi. Tárin hrundu bara, hugsa nú til frænku minnar sem fékk þetta þegar hún var einmitt um 4 ára hvað maður hafi verið heppinn að hún slapp heil..úff.. Lilja mín þú ert krútt:) Er eitthvað voðalega viðkvæm þessa dagana, held það sé vegna þess að ég er að veikjast, svei mér þá, er með kvef og kalt og illt í haus og hálsi en svo rjátlast þetta af, endar með veikindum viss um það get ekki verið í 5 vikna fríi og verið hraust allan tímann ..tja maður spyr sig.

Brynjan mín að fara til Reykjavíkur að keppa á morgun og kemur á sunnudag, hefði gjarnan viljað geta farið með henni, en við erum að fara á ættarmót á Bakkaflöt á laugardag þannig að það er víst ekki inni í myndinni.

Best að fara að henda bláberjasultu á krukku og gera næst bollur

OFURsjúlli kveður húsmóðurlegur að vanda ehakki 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Pétursdóttir

Góðan daginn  frú Erna, alltaf sama orkan og framkvæmdirnar hjá þér, dauðöfunda þig, segir sú sem er alveg   orkulaus líkamlega og andlega eftir hverja vakt. Reyndar er mjög mikið að gera núna í vinnunni hjá mér, því eins og þú þekkir sennilega, þá er niðurskurður  á starfsmannahaldi en fjölgun á skjólstæðingum, sem verða eldri og veikari, eðlilega. Sá að þú/þið eruð að fara á ættarmót á Bakkaflöt í Skagarf ? Þar er yndislegt að vera, Klara  (skólasystir frá Ísafirði, fyrir svoooo mörgum árum) og Siggi vilja allt fyrir mann gera, mín reynsla. Njóttu helgarinnar, kv Kolbrún Pé.

Kolbrún Pétursdóttir, 13.8.2009 kl. 12:46

2 identicon

Já Erna maður hefur stundum hugsað hvað maður slapp hrikalega vel úr þessum veikindum. En ég held að þetta hafi verið ´83 þannig að ég var ekki einu sinni orðin 2 ára. Ég er djöfulsins hörkutól:)

Lilja Hrund (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 18:23

3 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Púff þess þá heldur gæskan:) Man svo þegar ég frétti þetta svona eitt af því sem ekki gleymist, s.s. eg hef þá verið 9 ára:(

Móðir, kona, sporðdreki:), 17.8.2009 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband