13.8.2009 | 16:12
Ofvirk.is
Skal viðurkenna að ég er farin að hafa smá áhyggjur af sjálfri mér núna, líður eins og það sé stormur í skrokknum á mér. Búin að búa til berjasultu, rabbasultu, steikja fiskibollur, baka gerbollur, taka af rúminu mínu, fara út að hjóla, prjóna helling, þvo 3 þvottavélar og ganga frá úr 2 vélum, þrífa alla vaska og blöndunartæki og mig langar virkilega að gera meira, var að spá í að fara að þrífa en nenni því ekki þannig að það er eitthvað smá í lagi hjá mér
Fannst alltaf þegar ég bjó á Munkanum að ég hefði engan tíma til að gera eitt eða neitt sem ég reyndar hafði ekki, svo þegar Katla fer til pabba síns þá fyllist ég bara einhverri ofvirkni, ekki að ég get gert allt þetta þegar hún er heima, tekur bara lengri tíma, en núna bara leiðist mér að hafa hana ekki...eins gott að hún er ekki farin að fara heila helgi, ég verð brjáluð þá:(
En maður hefur nú svo sem gott af því að verða ofvirkur annaðslagið, ætla á haugana með drasl sem er að safnast hérna upp og þarf virkilega að komast í nýju heimkynnin sín á haugana. Snúður kisi hefur laumast hérna um held ég skíthræddur við þennan hvirfilbyl sem hefur svifið hér um allt. Sennilega leiðist mér bara svona þannig að það er þá jákvætt að geta fundið sér eitthvað að gera. Er að reyna að hrella hausverk og hálsbólgu í burtu en ekki tekist enn þar sem ég er með hausverk frá hell og hálsbólgu frá sama stað, engin matarlyst og illt í maga, ætli ég sé að fá svínið hmmmm :)
Var að spá í að klára að bera á pallinn, á eftir utan á en fór þá ekki að rigna svona eins og hellt væri úr fötu sem var svo flott rigning, enda stóð ég eins og asni og lét rigninguna bleyta mig rösklega. Vel vökvuð.. Datt þá í hug að klára að mála loftið á ganginum en ákvað að geyma það bara þar til einhverja helgina eða bara seinna, það er svo leiðinlegt að mála þetta loft, ekki hægt að rúlla bara, onéi...
Best að fara að bragða á einhverju sem ég er búin að búa til...
Langar að prófa að gera hrútaberjasultu hvenær ætli sé best að týna þau, þarf að kanna það
OFursjúlli kveður gersamlega að fríka út.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.