Verkir.is

Helgin frekar leiðinleg, lítið um að vera, komst ekki á ættarmót sökum krankleika. Var ein með Kötlu alla helgina og við fórum x 2 út. Í annað skiptið til að ná okkur í vistir og í hitt skiptið til að viðra litla genið sem var orðin pirruð á að hanga inni með mömmunni. En pallurinn bjargaði þessuPouty Talaði bara þeim mun meira í síma og það bjargaði líka ýmsu.

Vorum séðar í göngutúrnum að Katla fyllti kerruna af steinum sem þurfti svo að þvo og þurrka og lita og mála þannig að það bjargaði gærdeginumLoL

Er með einhvern heilan helling af vöðvaverkjum sem ég kann ekki skil á, get varla hreyft mig án þess að finna til, farin að hallast að því að ég sé komin með einhverja gigt, spurning líka að þetta sé hreyfingaleysi, verð bara að fara að afla mér penings og kaupa mér hlaupabretti bara möst ef ég á að geta hangið í þessari vinnu, er góð þegar ég hreyfi mig, þetta í bland við allt annað og ég er frekar ergileg...

Brynja var að keppa fyrir sunnan um helgina, gekk reyndar ekki vel töpuðu báðum leikjum og auk þess lenti ein Þórsstelpan á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið boltann í höfuðið. Var með heilahristing og þeir þorðu ekki annað en að leggja hana inn og flaug hún svo heim í gærkvöldi, vona bara að hún nái sér fljótt og vel þessi elska....

Búin með ermarnar hennar Kötlu og hún svona ánægð með þær, vildi bara ekki vera í öðru um helgina sem er bara snilld, ætla að gera aðrar í öðrum lit, þetta er hlýtt og gott yfir veturinn. Kláraði líka teppið mitt og á bara eftir að setja það saman spurning hvernig ég geri það, plata kannski Elínu syss í að sýna mér á föstudaginn þegar hún kemur og síðan byrjaði ég á ullarsokkum en ég er bara ekki að ná því hvernig á að gera hæl, búin að fá uppskrift sem segir "prjóna 2 sl saman, 1 sl, snúa við og blabla og hvaðer ekki að skilja og er búin að rekja kvikindið upp niður að stroffi og ætla að reyna aftur. Annars fann ég svo magnaða uppskrift af tátiljum að ég er að spá í framleiðslu á þeim, mér er alltaf kalt á tánum og væri nú ekki bagalegt að eiga svona stykki í nokkrum litum, sé til hvað ég geri.

Síðasta vikan í fríi og ég get svarið það ég er komin með nóg af því að vera í fríi, ekkert gert, enda hefur maður varla efni á því þar sem allt er orðið svo dýrt, bensínlíterinn kominn yfir 180 kr dúddamía, og fleira í þeim dúr, auk þess var ég að flytja og það kostar nú sitt, er meira að segja ekki enn komin með gardínur og það pirrar mig allverulega. ÞAnnig að mig hlakkar bara til að fara að vinna og meira að segja svo mikið að ég tók að mér aukahelgarvinnu síðustu helgina í ágúst JÁ SÆLL.

Sá annars auglýst svolítið spennandi starf í fréttablaðinu í gær hér á Akureyri, og kannski maður hefði bara átt að skipta um vinnu og fara að gera eitthvað allt annað, er með verslunarpróf og vön á tölvum þannig að, tel mig mjög góða í mannlegum samskiptum, en það sem kannski stoppar mig er það að heimahjúkrun er svo sveigjanleg þegar maður er með lítið kríli..þannig að ..en mikið væri ég til í eitthvað nýtt, er samt alltaf áhætta eins og þjóðfélagið er.

Best að fara að leggjast aðeins undir heita sæng og athuga hvort verkir skáni ekki við smá slökun, eða fara út að hjóla HAHAHA já right ekki núna

OFURsjúlli kveður svolítið kvíðinn en samt bjartsýnn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband