18.8.2009 | 09:32
Útvaxinn, með hor og hálsbólgu já því ekki
Er að dunda mér við að útbúa mér svona netdreifingadæmi hjá Kbbanka, ótrúlega sniðugt en vantar enn reikninga sem eiga að fara þarna inn þannig að málið er í bið. Ákvað að vera ekki í greiðsluþjónustu, finnst ég ekki hafa nógu góða yfirsýn yfir fjármálin þannig svo ég ætla að prófa þetta allavega í bili. Svo er ég að fara og fá mér einhvern slurk af tryggingum í vikunni, er ekki enn komin með tryggingu þannig að ég fer í ráðgjöf hvað það varðar, liggur við að það sé hugsað fyrir mann, þjónustufulltrúinn bara bókar tíma og ég kem svo og fæ mér kaffi og með því, og samþykki allt sem sagt er, Yeah right:) En bara gott að hafa þetta svona:)
Pabbi og mamma Eyþórs eru að koma og sækja hlaupabretti sem hún var að kaupa sér, fengu að geyma það fyrir í tómu íbúðinni hennar mömmu sem er bytheway til sölu ef einhver hefur áhuga:)
Katlan mín litla svaf frekar illa í nótt, alltaf umlandi í svefni. Spurði hana svo í morgun hvort henni væri illt í eyrunum en hún neitaði því en sagði að hún væri með illt í tánni. Efast um að hún hafi sofið illa þess vegna:) Kannski hana hafi bara dreymt svona illa því ég var að ota koppnum að henni í gærkvöldi og það finnst henni alls ekki sniðug mubla bara langt í frá. Spurði hana um daginn hvort hún vissi hvað hún ætti að gera við þennan grip, hún arkaði inn á klósett og kom með koppinn á hausnum þannig að hún er líklega ekki tilbúin
Annars er nýjasta nýtt hjá henni að við erum sko PÆJUR, segir þetta í tíma og ótíma, kemur og klípur í kinnarnar á manni og segir Ohhhh pæjan þínHvar svo sem hún hefur nú heyrt það:)
Ég verð bara að lýsa yfir aðdáun á youtube hélt að það væri bara svona djók og drama þarna inni, en eftir að ég var búin að veltast um með teppabútana mína í marga daga og hafði ekki hugmynd um hvernig ég ætti nú að setja þá saman, var mér bent á að gúggla sem og ég gerði og voila, bara kennslumyndband takk fyrir hvernig ætti að gera þetta og núna er ég búin að setja nokkra búta saman þannig að það er að myndast teppi jájá, vegir netsins eru magnaðir...
Dreymdi í nótt að ég væri komin með svínaflensuna, og var virkilega fárveik og gat ekki hugsað um Kötlu og fannst ég vera bara ein á lífi með hana og ég veit ekki hvað og hvað, maður er nottlega ruglaður:) Fengum sendan meil í gær frá HAK þar sem farið er yfir verklagsreglur í þessu sambandi og vona ég nú bara að gamla fólkið mitt fái þetta ekki. Reyndar deyja um 500 manns minnir mig á ári úr venjulegri flensu og það þá eldra fólkið sem er orðið veilt fyrir, þannig að ég held að þetta verði nú ekki verra en það. Því oft þegar fólk fær flensu, þá koma svona fylgikvillar svo sem lungnabólga sem alls ekki allir ráða við sem eru veilir fyrir. Hætt að hrella en þetta er bara staðreynd. En allavega þegar ég vaknaði var ég með mikla hálsbólgu og kvef, en þegar ég fór svo á fætur 3 tímum síðar var það horfið, sem ég segi er svo eitruð að það helst ekkert lengi við hjá mér, spurning að ég drepi svínaflensuna JÁ SÆLL
Best að hætta þessu bölvaða rugli og fara að hekla
OFURsjúlli kveður útvaxinn á ýmsum stöðum
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.