19.8.2009 | 12:22
Er maður ruglaður
Farin að hugsa um jólin, hvað ég ætla að gefa hverjum og svona, hvernig jólaskraut ég ætla að búa til og svona dúddamía er maður aðeins að fara framúr sér, er ekkert svo viss um það, svo gott að vera klár með gjafir og svona snemma eða mér finnst allavega gott að vita hvað ég ætla að gefa hverjum. Þarf reyndar ekki að kaupa mjög margir, kostur við það að skilja við kallinn bwahahahahah en samt nokkuð margar sko:)
Er að setja kúruteppi okkar mæðgna saman og held það verði bara nokkuð flott við fína rauða sófann minn.
Samt töluverð vinna að koma þessu saman, því teppið verður alltaf þyngra og erfiðara að kljást við það en held það verði alveg þess virði:) Líka gaman að geta sagt að ég gerði þetta alveg sjálf. Ætla svo að fara að hekla sæt svona hjörtu í mismunandi stærðum til að hengja upp í glugga eða á jólatréð eða bara skreyta pakka með Handavinnusjúk pínu núna, finnst þetta svo gaman:)
Annars er ég að bíða eftir klukkunni núna er nefnilega að fara að hitta Boga tryggingaráðgjafa og finna út einhverja góða tryggingu fyrir mig, borgar sig að vera vel tryggður þó svo að maður þurfi vonandi aldrei að nýta sér það ekki alvarlega allavega, annars sýnist mér að ef eitthvað skemmist hjá manni þá er alltaf eitthvað í smáa letrinu sem segir að ef eitthvað annað hefði komið fyrir þá hefðu hlutirnir verið bættir....en samt sem áður Bogi here I come.
Ætlaði að hjóla mér var mjög björt, leit út um gluggann og það er hellirigning úti og rok þannig að ég ákvað að vera bara á Polo svona upp á hátíðleika..fer ekki mikið á honum, reyni frekar að hjóla. Nenni bara ekki að mæta rennandi blaut þarna niðureftir.
Katla búin að sofa eitthvað illa sl. tvær nætur, fannst þetta vera eins og hana væri að dreyma illa, eða fengi verkjastingi, en hún fór á leikskólann reyndar hrikalega þreytt í morgun en ég ætla að láta kíkja í eyrun hennar í dag til öryggis, fer með hana í opna tímann á slysó kl 5, nenni ekki upp á HAK þar er bara endalaus bið ætla að prófa slysó allavega. Gæti trúað að það væri eitthvað enn að hrjá hana í eyrunum sagðist samt ekkert finna til, vildi bara vera í mömmu krika í nótt
Best að fá sér að borða oggósmá svo ég heyri í Boga fyrir garnagauli
OFURsjúlli kveður nokkuð góður bara
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
gaman að sjá að fleiri eru farnir að hugsa um jólagjafir, ég er nefninlega byrjuð að prjóna þær - hætt að gefa "2007" jólagjafir.
gangi þér vel með teppið, sýnist það koma vel út á myndinni
Sigrún Óskars, 20.8.2009 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.