22.8.2009 | 22:48
Dýrin okkar geta verið ótrúleg:)
Loksins þegar Ronaldo kisi kom heim, þá hvarf Snúður og var búinn að vera horfinn í 3 daga þegar Eyþór hringdi og sagðist halda að hann væri á Munkanum, var bara svo styggur að hann náði honum ekki. Ég með búrið góða þangað í dag og kom þessi ræfill um leið og ég kom og nuddaði sér öllum við mig, fór svo bara með hann heim og hann vill ekki einu sinni fara út greyið. Hvæsa hér á hvorn annan en miklu minna en fyrst. Ótrúlegt hvað dýr geta ratað...obbobbobb...
Fór með Kötlu til læknis, og hann sá ekki hljóðhimnuna í henni fyrir merg, á mjög erfitt með að losa merg úr þessu eyra, þannig að núna er verkefnið fram yfir helgi að moka olíu í eyrað á henni og reyna að mýkja þetta og vona að það skili sér annars á hún að mæta í sog í næstu viku. Vona að hún sleppi við það þar sem ég get vitnað um að það er hrottalega óþægilegt jaðrar við að vera vont...en krossum bara putta. Er alveg eldspræk samt sem áður.
Fórum við Brynja í morgun og röltum okkur um Glerártorg og enduðum svo á því að fá okkur að borða nautakjötsloku með bernís bara best:) Fórum svo í göngutúr út á róló þegar Katla kom úr heimsókn frá pabba sínum og vorum þar í góða stund, við stóru stelpurnar skemmtum okkur ekki minna en litla stelpan, haha. Síðan fórum við á Bryggjuna og buðum Telmu vinkonu Brynju með okkur, fengum okkur pizzu og hvítlauksbrauð Enduðum svo á að kaupa okkur kókosbollur og fara heim og erum hér allar:) Katla sefur, stelpurnar að spjalla og ég að hekla og blogga auddita:)
Brynja fann sér skólatösku í Sportver í morgun og ætlaði svo að fara og kaupa hana í dag en þá var búið að loka..fer á mánudag og kaupi hana fyrir hana, Eyþór ætlar að gefa henni hana, góður strákurinn við stjúpbarnið sitt:::) En svo ætlar hún að kaupa bækurnar að mestu sjálf, búin að vera rosalega dugleg að leggja fyrir í sumar, ég ætla að gefa henni fyrir flugi suður í byrjun sept, en þær vinkonur hún og Telma ætla að fara og eyða smá pening fyrir skóla, gott með þær. Búin að fá bekkjarplanið sitt og er bara nokkuð sátt við það, hefði samt viljað sjá sig í bekk með fleirum sem hún þekkti ekki en þetta eru flest krakkar sem hún er búin að vera bæði með í skóla og fótboltanum en það breytir engu samt sem áður.
Gaman að þessu, ótrúlegt að "litla" barnið mitt sé að byrja í MA svona líður tíminn hratt, verður komin í háskóla áður en ég veit af.
Best að fara að hekla aðeins meira og éta aðeins meira, fer að verða eins og fjall ef ég fer ekki aðeins að staldra við dúddamía
OFURsjúlli kveður þanin
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.