24.8.2009 | 22:29
Fyrsti dagur eftir frí
Mikið ljómandi var nú gott að koma í vinnuna sína í morgun, hitta vinnufélagana og gamla fólkið mitt, bara ljúft, fékk koss á kinn og margt fallegt sagt við mig þegar ég mætti aftur yndislegt Sýnir að maður er allavega að gera eitthvað jákvætt.
Katla fór til pabba síns eftir leikskóla, búin að vera óttalega úrill síðan, hugsa að eyrað sé að láta finna fyrir sér, sefur samt fínt á nóttunni en olían er eitthvað ekki að skila þessu út, hugsa að ég verði að panta tíma fyrir hana í vikunni, ætla samt aðeins að þrjóskast lengur kannski kemur þetta.
Daníel á fasteignasölunni hringdi og vildi fá lykla af íbúðinni, var einhver að spyrja eftir íbúðinni í dag og hann vill fá að sýna hana sjálfur, enda eðalsölumaður held ég, allavega talar hann nóg og ég hugsa að hann hefði alveg getað selt mér íbúð í dag og ég keypt án þess að hugsa mig um haha snilld, allavega bara gott mál. Brunaði svo heim á ólöglegum hraða og horfði á landsleikinn með öðru og reyndi að sinna Kötlu með hinu:) Þær eru flottar stelpurnar okkar bara flottar, þessi dómari var alls ekki að gera sig en við vinnum á fimmtudaginn engin spurning, verð reyndar ekki að horfa þar sem ég ætla að fara í heimsókn til hennar Þórnýjar á Hrafnagil stemning í því
Katla gerði voða flott málverk handa mér í gær, er lengi búin að velta vöngum vantaði eitthvað á einn vegginn hérna en átti ramma, þannig að ég lét hana hafa spjaldið innan úr rammanum og hún puttamálaði geggjað málverk handa mér og ég henti því upp, finnst reyndar ramminn ekki alveg passa við málverkið þannig að það er spurning um að pússa hann upp og mála enn og aftur Hildur ertu ekki geim í það;)
Síminn minn eitthvað að bila, hringir bara þegar honum hentar, og sms koma svona dittinn og dattinn, kannski ekki skrýtið þar sem ég er búin að missa hann 100x í gólfið og oní poll og allavega, en kaupi mér seinna bara:) Var að panta mér mánaðarbirgðir af kaffi frá heimakaffi.is sem er bara mögnuð verslun, mun ódýrara að kaupa hjá þeim heldur en Senseo púða hérna í búðum, jájá maður verður að hafa nóg af kaffi annars verður maður bara ómöglegur.
Hvað á ég að rugla meira, hmm vona að íbúðin seljist því ég þarf að fara að fá gluggatjöldin fyrir gluggana hjá mér er að klikkast á því að hafa þetta svona, en það kemur, kostar í kringum 30 þús og ég held að Eyþór ætli að setja þau upp fyrir mig...jájá nú annars bara massa ég það sjálf upp
Brynja er að fara að keppa á morgun við Stjörnuna og eins og hún orðaði það svo snilldarlega hún Rakel Hönnu landsliðsgella "það verður stjörnuhrap á þórsvelli á morgun"
OFURsjúlli kveður í laginu eins og Pólland
OFURsjúlli kveður
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
hvaða lit viltu á rammann?
hildur (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 12:10
Enn að pæla í því, ætla að prófa að nauðga honum með sandpappír og lýsa hann aðeins þannig...prófa prófa:)
Móðir, kona, sporðdreki:), 25.8.2009 kl. 12:20
Heimakaffi.is....ekki hafði ég hugmynd um að þetta apparat væri til!! Verð að panta mér þarna, því verðið í búðunum er bilun fyrir utan það að sumar tegundir eru bara ekki til!!
Kristjana Erna (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.