28.8.2009 | 23:14
Margt smátt....
Er að horfa á söfnunarþáttinn "á allra vörum" frábært að sjá hvað hefur safnast miðað við erfiða stöðu Íslands, ég hef alltaf gefið þegar verið er að safna fyrir krabbameinssjúka 1000 kr á heimilismeðlim, þannig að núna gaf ég 3 þús og ég efast um að ég sé fátækari fyrir vikið. Búin að vera að horfa og þvílíkar hetjur sem fólk er, bæði foreldrarnir og börn, alveg eitt og eitt tár sem hefur fallið. Maður þakkar fyrir að lenda ekki í þessum aðstæðum hvorki að vera með krabbamein eða eiga barn með krabbamein...vonandi gefa sem flestir, koma svo
Katla er búin að vera lasin sl. 2 daga, byrjaði með háum hita, óráði, hósti og hnerri. Síðan fékk hún í magann og var mjög slök, síðan í dag hefur hún verið fín, svolítið örg en hitalaus, var samt eitthvað mjög ólík sjálfri sér þegar hún fór að sofa.. Held samt að það verði að kíkja í eyrað á henni svona bara varúðarráðstöfun hefur ekki verið gert síðan síðast, hún er að fara til pabba síns í fyrramálið þannig að ég bið kallinn að redda því. Svo kemur hún aftur til mín á mánudag, ég er að vinna um helgina og Holtakot lokað á mánudag..
Brynja farin á Blönduós að keppa, áttu að keppa 2 leiki við KR, töpuðu fyrri leiknum, en leika aftur á morgun við þær. Búið að vera töluvert álag í keppnum þessa vikuna, spiluðu við Stjörnuna á þriðjudag töpuðu þeim leik en unnu Breiðablik á miðvikudag 3-0 bara góður leikur. Hún á eftir að vinna næstu viku og síðan á hún viku í frí áður en MA byrjar, kominn bara stemning í hana að byrja í skólanum, á eftir að kaupa allar bækur, búin að kaupa töskuna og eitthvað af fötum, þannig að þetta er allt að smella.
Ég er farin að upplifa mig sem Guðrúnu Á Símonar kattarkonu, alltaf í brasi með kisurnar mínar, Snúður enn og aftur flúinn niður á Munka var reyndar mun fljótari þangað núna en síðast, ekki nema sólarhring núna á móti 3 sólarhr. áður:) Fer á morgun og reyni að fanga gorminn verða að fara að sættast við hvorn annan:)
Kalt hér í dag og hvasst, og á held ég að vera það eitthvað áfram. Heyrist mun meira í veðrinu hér heldur en á Munkanum, hvín í öllu, frekar kósý bara, þarf samt að kaupa mér þéttiborða á opnanlegu gluggana, gustar svolítið inn en ég redda því nú eins og flestu:)
Best kannski að fara að koma sér í bælið, svo maður vakni nú örugglega í fyrramálið, enda litla genið byrjað að rumska svo eins gott að fara að koma sér inn.
OFURsjúlli kveður sorgmæddur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.