Hvað er að gerast á klakanum....

Það er nú annaðhvort eða hér á blogginu, læt líða marga daga eða bara mjög stutt. Hef bara ekki nennt að blogga hérna undanfarið, engan veginn í stemningu fyrir það en finn að ég er öll að eflast.

Komin í 4ra daga helgarfrí þar sem ég var að vinna síðustu helgi og það er svo ljúft, Katla ætlar að gista hjá pabba sínum í nótt og ég sæki hana svo á Holtakot á morgun, sakna hennar endalaust þegar hún fer svona, merkilegt hvað maður er háður þessum litlu greyjum. Sótti bara Ragnhildi Sól frænku mína í skólann í dag fyrst ég fékk ekki að sækja KötluLoL Svo kom Mási bró hérna og reddaði mér með ráðleggingum um ljósin hérna og ætla ég strax í fyrramálið að rífa þetta dót niður og kaupa nýtt og henda því upp, rafvirki hvað...hahaHappy Allavega gott að eiga góða að því það er ótrúlegt sem maður getur gert sjálfur ef maður fær bara smá leiðbeiningar:) Ætla líka í Litaland á morgun og athuga hvort þeir eigi grunninn á eldhúsinnréttinguna og fara í að reyna að fixa hana til, hugsa að ég geri hana ljósa en samt ekki alveg hvíta á eftir að skoða það.

Fór með djellukaggann í dag og fékk skoðun á hann seisei já, spurði skoðunarmanninn út í ískrið í bremsunum og þetta er mjög algengt vandamál þar sem það er búið að eitthvað efni sem var notað og nýja efnið getur valdið svona hljóðmengun. Ég var mjög fegin var farin að hallast að því að eitthvað væri að kerrunni. En ég þarf að láta skipta um einhverjar bremsuslöngur við tækifæri og ætla að gera það í næsta mánuði vil ekki lenda í því að bremsurnar klikki og ég með dýrmætan varning í bílnum. Skammaðist mín ögn þegar ég opnaði skottið á bílnum og vorum að leita að rauða þríhyrningnum sem á að vera og í skottinu eru gamlir pottar, teppi og rusl sem og reyndar í bílnum öllum verð að þrífa hann um helgina.

Pabbi fór og tók um hluta af kartöflunum þannig að núna er bara smotterí eftir, fallegar böppur...

Síðasti dagur Brynju í vinnunni á morgun og svo er hún að fara suður á laugardag með Telmu vinkonu sinni og fjölskyldu, gaman að því fyrir þær snillingana.

Veit ekki hvað skal segja meira svo ég læt staðar numið og ætla að fara að fara í sturtu.

OFURsjúlli kveður þakklátur fyrir það sem hann hefur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Pétursdóttir

Alltaf hressandi að lesa um hve jákvæð  þú ert. Kanski þú ættir að taka til bæna þessa rugludalla  sem steyptu okkur á kaldan klaka. Hundfúlt að nokkrir bévítans  bjálfar hafi geta leyft sér þetta sukk og svínarí, ja svei ! Sennilega er best fyrir mig að fara að sofa  í minn haus og vera ögn jákvæðari þegar ég vakna til vinnu í fyrramálið. kv, Kolbrún Pé.

Kolbrún Pétursdóttir, 3.9.2009 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband