4.9.2009 | 10:59
Kveisa þoli ekki búðir..oft er þörf en nú er nauðsyn
Ræpa dauðans ég veit Klúki hérna og velti vöngum yfir því hvað ég eigi að framkvæma næst, búin að ræktast, búin að þrífa (lauslega), búin að vaska upp og setja í vél, þrífa ísskápinn, þarf að rafmagnast en er að velta fyrir mér að geyma það til mánudags og fara að versla í matinn eða versla mér kannski föt, og svo er ég með hausverk hvað ég á að gefa í brúðkaupsgjöf um næstu helgi úllalla Hreiddi frændinn minn og hún Guðný ætla loksins að gifta sig eftir ég veit ekki hvað mörg ár allavega eftir 2 drengi, gaman að því
Hugsa að ég dröslist niður í bæ og versli mér eitthvað kannski og fari í leiðinni og sæki kerruna hennar Kötlu og kaupi í matinn svei mér ef þetta er ekki skothelt plan já eða ekki. Sé til hverju ég nenni, ætlaði helst á bókasafnið líka til að ná mér í eitthvað að lesa, var ekki með neitt að lesa í gærkvöldi og frekar en ekki fann ég gamla skólabók úr sh. sjúkraliðanáminu og las hana er í lagi hmm þetta var allavega góð upprifjun og eðal svefnmeðal
Fallegt veður núna, logn og svona smá glæta kíkir í gegn um skýin en ekki nema 7°C sem er bara fínt.
Best að fara að framkvæma eitthvað af því sem komið er á listann minn
OFURsjúlli kveður brattur bara
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.