6.9.2009 | 08:55
Gullkorn litla gens og vangaveltur
Katla er nottlega bara búin að skemmta mömmu sinni í morgun með hverju gullkorninu á fætur öðru. Núna síðast var ég að banna henni eitthvað, eftir smástund kemur hún sest í sófann undir sæng, lítur á mig hvolpaugum og segir mjög dramatískri röddu "mamma ég er veikur" nú sagði ég hvað er að "bara veikur" ég strauk henni um kollinn og sagði ekkert. Kemur svo eftir smá stund "má ég fá pobomjólk" (kókómjólk) já ég skal gefa þér eina, síðan kom "og gulrót" jájá segir mamman ekkert nema ljúfmennskan enda barnið mjög veikt að eigin áliti, "súkkulaðirúsínur" kom þá þegar hún sá hvað mamman var auðveld:) Snillingur...
Fórum í gær að sækja geisladiska sem ég átti eftir að taka hjá pabba hennar, og ég nottlega Bubba Morthens fan frá ....., fékk alla diskana með honum og þvílík gleði sem varð hjá litla geninu þegar hún fann svona tvöfaldan disk með Bubba og fullt af myndum, bara eins og hún hefði rekist á fjölskyldualbúmið:) Svo hlustuðum við á Oskar Pé syngja þú styrkir mig í botni á leiðinni heim og henni fannst það æði enda Óskar Pé hennar sérlegi vinur:::)
Gaman að þessu, vorum á útopnu í gær, fórum á 3 rólóvelli í gærmorgun og svo til pabba og svo heim og sofnuðum báðar í næstum 2 tíma:) Vorum svo með Partý í gærkvöldi og Katla sofnaði um kl 9. Henni finnst voðalegt sport að vera með partý um helgar, snakk og nammi og mynd....
Er enn að velta fyrir mér hvað ég eigi að prjóna núna, er með helling af garni en vantar hugmyndir, er ekki að hafa mig í að prjóna sokka og vettlinga finnst það frekar leiðinlegt, en neyðist til þess svo stelpurnar mínar frjósi nú ekki á tám og fingrum í vetur. En er að spá í að negla mér í að hekla rúmteppi á rúmið hans pabba og gefa honum í jólagjöf, spurning bara hvernig ég hef það og ég verð að halda mér vel við ef ég ætla að klára það fyrir jól en set hausinn í bleyti.
Fékk sms frá Brynju í gær sem hljómaði bara "OOOOOOOóóó´" og ég bara "HA" kom tilbaka "eyðaeyðaeyðaeyða" haha á þetta alveg inni stelpan, ekki eytt eiginlega neinu af sumarkaupinu sínu og búin að leggja helling fyrir, er að safna sér fyrir bíl, fer að styttast í að hún megi byrja á bóklega hlutanum, þarf að fara að kanna það mál. Svo er hún bara að leita sér að vinnu með skólanum í vetur en eitthvað gengur það ekki vel, virðist ekki verða auðvelt því miður. En kannski dettur eitthvað upp í hendurnar á henni.
Annars er allsstaðar sparnaður framundan, verið að skera þvilíkt mikið niður í heilbrigðiskerfinu sem mér finnst eiginlega það alversta og ekki vegna þess að ég vinn þar, heldur einmitt núna t.d. veitir gamla fólkinu ekki af því að þjónusta við það sé aukin heldur en hitt, farið að bera á því að aldraðir hafa hreinlega ekki efni á einu og öðru sem á að vera sjálfsagt, eins og það að kaupa sér gleraugu til að geta horft á sjónvarp eða lesið, en ég er að verða mikið vör við þrengsli hjá þeim, því miður. Þetta er fólkið sem búið var að leggja sitt af mörkum til þjóðfélagsins og átti að eiga "áhyggjulaust ævikvöld" en held það séu fleiri en færri sem hafa "áhyggjumikið ævikvöld" Finnst þetta ferlegt.
Búið að gefa út hverjir verða í fyrsta hóp flensusprautunnar og það verða heilbrigðisstarfsfólk, þungaðar konur, slökkviliðsmenn og björgunarsveitamenn. Langar alls ekki í þessa sprautu en maður lætur sig hafa það, síðan í næsta hóp verða það 6mánaða- 18 ára og fólk með undirliggjandi kvilla einhverja. Lítur nú út fyrir að þetta sé samt í rénun en gæti blossað upp aftur og kannski á þetta enn eftir að versna hver veit.
Best að fara að klæða sig og litla genið og drífa sig út í kuldann en samt fallega veðrið
OFURsjúlli kveður þenkjandi
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ, hæ er með slatta af prjónuðum sokkum af Máneyju Ósk sem þið systur getið fengið og notað á dóttlurnar ykkar ef þið viljið. Skil vel að þú nennir ekki að prjóna sokka, það er alveg agalega leiðinlegt og ég er svo fegin að amma þeirra nennir að prjóna þá:)
Erla Björk (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 22:23
Hæ
Ekki nóg með að það er leiðinlegt þá verða þeir alltaf meira eins og net hjá mér en sokkar:) Er Hildur ekki enn búin að koma og sækja sokkana sem þú bauðst henni fyrir löngu:) Kannski plata ég hana með mér yfir einhverntíman fljótlega ekki eins og það sé langt að trítla:::)Takk fyrir gott boð....:)
Erna (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 22:56
Nei hún er ekki ennþá komin að sækja þá, hún er sennilega svona hrædd við mig Endilega trítlið einhverntíman yfir og kíkið á þetta.
Erla Björk (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.