Best að ausa aðeins úr sér fyrir svefninn:)

Best að fá útrás fyrir málæðið í sér fyrir svefninn, mætti halda að ég fengi aldrei að tjá mig bwahahah right

Vaknaði í þrusu góðu skapi á miðvikudagsmorgun, kom fram og hélt að það væri eitthvað að augunum á mér, dúddamía það var fiður um allt og þá meina ég allt, allur gangurinn, öll stofan, sófinn, eldhúsgólfið og ég veit ekki hvað og hvað, og fyrir framan eldavélina lá fugl, fjaðralaus, tilbúinn að pönnuna, kattarkvikindið kom mjög stolt og nuddaði sér upp við mig agalega ánægður að hafa getað nú glatt eiganda sinn, hmm ætla nú ekkert að segja frá því hversu glöð ég varðLoL Eyðilagði algjörlega daginn..

Fór með Kötlu í klippingu í gær, ekkert smá flott og Íris fléttaði svo fallegt hjarta í hárið á henni bara yndisleg og það sem meira er er að það tollir enn:) Tók mynd af því og ætla að setja nokkrar myndir af fallega barninu mínu hér á morgun:)

Var á fræðslu á Holtakoti á þriðjudag og fékk Katla að vera til kl 16.15 þann daginn og mikið var hún þreytt, greinilega munar mikið um þennan eina klukkutíma, voða fegin að geta tekið hana heim kl 15.15 bara snilld.  Svo er smá fræðsla í fyrramálið á Kotinu og fékk ég að mæta aðeins seinna í vinnuna, aldrei neitt mál í vinnunni minni, enda reyndar á ég það inni þar sem ég var að vinna til kl 14.30 einn daginn en það var bara gaman, fékk að sitja fund á Kristnesi:) Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og það meira að segja fundi.

Langar að verða held ég sálfræðingur, eða eitthvað sem hefur með svona sálgæslu að gera, mikið gaman að pæla í þeim hlutum og hef ég doldið þurft að leika sálfræðing í vinnunni undanfarið og mér finnst það svo gaman. Er líka búin að komast að því að það er lang best að tala hreint út um hlutina við fólk en alls ekki fara í kringum það, fólkið vill það líka. Hugurinn er líka svo ótrúlegt fyrirbæri....Held ég yrði góður sáli...W00t

Erum við mægður að fara í brúðkaup til Húsavíkur á sunnudaginn, fórum í dag og fjárfestum í brúðkaupsgjöf og nú er aðalmálið í hverju skal maður fara, þoli ekki að fara í fín föt sérstaklega þegar ég á þau ekki til...langar svo að kaupa mér skyrtukjól niður í Centro en á ekki pjening, kostar orðið svo sjúklega mikið að kaupa í matinn, gerði helgarinnkaup í dag og það var bara 8 þús og ég keypti ekkert nammi eða snakk eins og ég geri samt fyrir helgar merkilegt.

Brynjan mín var bestust í dag, þegar ég kom heim var hún búin að snyrta svo fínt til, þvo þvott og ganga frá af snúrum og hengja upp úr vél og vaska upp og ég veit ekki hvað og hvað, djásn þessi stelpa, ekki bara út af þessu bara öllu. Finnst ég svo heppin með fallegu stelpurnar mínar tvær en svo er vafaatriði nottlega hvort ég sé einhver súpermammaW00t

Best að hætta þessari væmni og fara að sofa

OFURsjúlli kveður verðandi OFURsáli hmmmmm 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl vertu Erna. Hva,  varstu ekki ánægð með köttinn, grey hann, reyna að leggja til heimilisins og fær svo ekkert nema skammir fyrir frá "mömmu" þegar reynt er að koma með ódýra helgarsteik ! ! og búin að reyta og hvað eina ha, ha, bestu kveðjur úr sólinni . Kolbrún Pé.

Kolbrún Pétursdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband