Brúðkaup og ýmislegt

Fórum á Húsavík í dag í brúðkaup hjá Hreiðari og Guðnýju. Katla var yfir sig hrifin af prinsessunni og hélt varla vatni yfir þessu öllu saman. Falleg athöfn og glæsileg veisla með unaðslegu kjöti og súkkulaðitertu í eftirrétt:) Fengu fallegan dag til að láta pússa sig saman þessar elskur:)

Komum við hjá Elínu sys og hittum þar Ása frænda og co sem voru reyndar á leið suður en gaman að hitta þau engu að síður þó stutt væri. Fékk gistiboð hjá báðum systkinum mínum og ætla að nýta mér það fljótlega að renna austur og vera eina nótt. Gaman að því bara, brjóta aðeins upp þetta munstur sem maður er kominn í:)

Katla sofnaði í bílnum rétt þegar við vorum að koma niður af Víkurskarðinu og ég bar hana inn setti í náttfötin og áfram svaf hún bara alveg búin á því. Svo tekur þetta venjulega við á morgun, hún í Holtakot, ég að vinna og dagur eitt hjá Brynju í MA, á að mæta kl 10 í fyrramálið, úff skrýtið að eiga barn í framhaldsskóla. Ég að byrja í pottþéttu átaki á morgun með aðstoð þjálfara á netinu úff haldiði að það komi til með að ganga vona það, þarf að taka matarræðið rosalega í gegn hjá mér en ætla að gera það, engin miskunn, maður getur það sem maður ætlar sér ef maður ætlar sér það.

Er ógeðslega þreytt, rétt meikaði að komast síðustu metrana hingað áður en allt fór í rugl, er nefnilega með svokallaða náttblindu og þá er mjög erfitt fyrir mig að keyra þegar byrjað er að dimma, þetta er víst alveg þrælættgengt og amma Þura var víst svona sagði pabbi mér. Tók eftir þessu fyrir nokkrum árum en þetta hefur farið svolítið versnandi. Verst þó að keyra í myrkri og snjókomu dúddamía ég keyri hiklaust útaf. En svona er þetta bara

Er að bíða eftir að vinnufötin mín klárist að þvo og svo er ég farin beina leið í beddann, ógeðslega þreytt og ógeðslega illt í öxlunum.

OFURsjúlli kveður sáttur  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband