16.9.2009 | 15:01
Haustverkin að hefjast:)
Búin að panta mér 25 kg af þindum til að hakka um helgina, hefur nú hækkað töluvert mikið kg verðið af þeim en samt alltaf ódýrara heldur en að gera þetta ekki, kaupi svo mikið af hakki og er að kaupa kannski 500 gr á 700 kr, en með þessu móti fæ ég 500 gr á 129 kr svona ca:) Já sæll::)
Brynjan mín er á fullu að láta busa sig, var klædd í KA bol í gær sem var nú ekki spennandi fyrir manneskju sem er Þórsari úff, og láta vera í því allan daginn, og meira og minna að gera sig að fífli skyldist mér, armbeygjur hér og þar og svona fleira skemmtilegt. Síðan þurfti hún að fara í gærkvöldi og æfa dans með bekknum sínum og böðlabekknum og það var held ég bara gaman nema henni fannst dansinn ekki alveg vera að gera sig en þau áttu að dansa hann í dag og s.s. að gera sig að fíflum:) Svo í kvöld fer bekkurinn hennar út að borða á strikið með böðlabekknum, finnst þetta nú bara svona svolítið flott sko Henni líst vel á þetta en auðvitað er þetta gjörólíkt Glerárskóla en ég veit að hún á eftir að pluma sig fínt eða ég vona það. Svo fer að líða að því að hún fái bréf um að hún megi byrja í ökuskólanum, fer fyrst í bóklegt og svo í æfingaakstur og ökutíma s.s. þegar hún er orðin 16 ára, bílprófið kostar ekki NEMA 155 þúsund, kostaði 32 þús þegar ég lærði en síðan eru auðvitað liðin mörg ár
Maður verður að hjálpa henni við þetta þessu greyi hún er alveg ótrúlega dugleg að sjá sér fyrir mörgu sjálf, en ætlar líka að kaupa sér bíl þegar hún má þannig að henni veitir nú ekki af að spara svolítið, við reddum okkur þessar kellur með góðra manna hjálp
Pabbi kom í gær með helling af krækiberjum og ég er svona að melta með mér hvað ég eigi að gera við það hvort ég eigi að búa til saft með búa til krækiberjahlaup, annars ét ég þetta allt upp til agna ef ég fer ekki að gera eitthvað úr því:) Elska krækiber *slef*
Styttist í að ég byrji í meiri vinnu og mikið svakalega hlakka mig til 1. nóv að fá útborgað í fyrsta skipti eftir aukningu jibbí skibbí:) Gaman að því.
Svo er þetta nú afmælismánuðurinn mikli, pabbi gamli á afmæli á morgun, og Brynhildur og Rakel eiga afmæli 20 sept jájá þannig að ég fór áðan og fann afmælisgjöf handa Brynhildi minni en á eftir að finna eitthvað handa hinum:)
Best að fara að sækja litla genið mitt
OFURsjúlli kveður með hausverk frá helv....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hefurðu prófað TREO ... virka vel á hausverk frá helvíti.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.