19.9.2009 | 00:59
Hakk og spagetti, hakkbollur, lasagne, pottréttur, ofl.ofl.
Þokkalega sem maður er búinn að vera duglegur í dag. Vinna í morgun, bjó mér svo til 17 kg af hakki í frystinn seisei já, svo tók ég allt til hérna og skúraði og mér fannst ég bara eiga skilið að fá Thule en þar sem ég drekk ekki þá fékk ég mér bara kjúklingabát Katla er hjá pabba sínum og núna höngum við mæðgur hérna undir teppi og glápum á Kurt Wallender í Tv er reyndar búinn núna og allir á leið í beddann.
Brynja hringdi í mig í dag og spurði hvort ég nennti að sækja sig upp í Vaxtarrækt en hún var að keppa í Bandí með bekknum sínum jú ég hélt það nú, svo sendi hún sms og spurði hvort ég gæti gefið tveimur far jújú ég hélt það nú, þegar ég kom á RISAstóra Polobílnum mínum komu tveir 2ja metra slánar og tróðust í aftursætið haha og þar sem ég er með stólinn hennar Kötlu afturí þá var nú ekki beinlínis mikið pláss, ég hélt ég myndi fá kast Þeir pössuðu engan veginn í bílinn en mér tókst að koma þeim á áfangastað en án gríns hélt ég að Polo myndi ekki ráða við þetta bwahahahha.
Mígrignir hérna núna en í logni, bara huggó að hlusta á rigninguna með kertaljós og næs, hef ekki vakað svona lengi síðan 17 hundruð og eitthvað held ég
Pabbi minn átti afmæli í gær og fór ég í kaffisopa til hans og fékk fullt af góðum kökum og missti mig eins og venjulega í þær:) Fór í dag og keypti garn í sokka handa Brynju og ætla að byrja á þeim á morgun ef ég nenni. Annars ætlaði ég að fara upp á HAK og taka þátt í einhverri móttöku fyrir Heilsugælsuna á Hú og sjúkrahúsið, veit samt ekki hvort ég nenni að fara, ætlaði að gera eitthvað allt annað á morgun en sé til kannski verð ég í stuði.
Best að fara og lesa eins og eina ástarvellu sem ég náði mér í á bókasafnið í dag, sofna ábyggilega vel eftir slíkar bókmenntir.
OFURsjúlli kveður þreyttur og þaninn
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.