Hvít jörð

Gaman að vakna í morgun og sjá hvað allt var hvítt og fallegt, dalaði aðeins gleðin reyndar þegar ég fór að hugsa um að ég er með bíl á sumardekkjum, því ég þarf jú að keyra slurk í vinnunni minni, en þetta fer fljótlega. Ætlum samt mæðgur út að moka á eftir. Katla bað um að fá að fara út á pall áðan og ná í snjó í skál og bað alltaf um eitthvað sem ég skildi ekki, ég var búin að giska á skeið, ausu og hvað eina, nei hún vildi fá "ausutetur" skeið með löngu skafti sem hún hefur mikið dálæti á:) SnillingurLoL

Fór frekar seint að sofa í gærkvöldi en þegar hún fór að sofa var hún með þórsarabuff á hausnum og sólgleraugun mín á nefinu og var aldeilis sátt með þettaHappy

Búin að vera að drepast síðan á föstudagskvöldið úr magabólgum en sem betur fer þá átti ég pillur síðan síðast, og tók þær og er allt önnur í dag, greinilega þoli ekki margan mat í maga, en eldaði svo í gær kjúllarétta með tikka masala sósu og bakaði Nan brauð, Elín og Viðar komu svo í mat og það stóðu eldtungur út úr okkur öllum, hrikalega sterk eitthvað þessi sósa..haha hafði keypt þetta áður en aðra tegund greinilega því hún sveið alveg niður í rasssss...Katla sem elskar allt sterkt henni meira að segja ofbauð og sagði að þetta væri rosalega "súrt" ekki alveg með þetta á hreinu:)

Dagurinn í gær var bara alger letidagur, Katla nennti ekki út og ég var mjög fegin því ég var alls ekki í standi sjálf og dormuðum við hérna allar mæðgur og bara vorum spakar í gær. En í dag ætlum við að fara út að moka snjó og vígja snjógallann  hennar Kötlu og nýju stígvélin sem ég var að fjárfesta íW00t

Fer upp á FSA á morgun að hitta hana Ragnheiði kven...átti að koma aftur til hennar eftir krabbameinsskoðun og vonandi ákveður hún eitthvað hvað á að gera núna, þetta er enn til staðar þannig að ..Finnst vera endalausir fundir og eitthvað núna, fundur á þriðjudagskvöldið á Holtakoti veit ekki alveg hvort ég kemst á hann, fundur á miðvikudagsmorgun og annar kl 16 á miðvikudag í vinnunni, dúddadúdda....svo er ég að vinna tvöfalt um næstu helgi og er ekki alveg að nenna því en núna er ég komin í 90% og við urðum að hafa þetta þannig svo ég næði þeirri prósentu, en það eru ekki allir sem eru að fá aukningu á vinnu á þessum tíma sko fleiri að missa vinnuna en hitt.

Ætla að fara að baka kannski bollur og bjóða dætrum upp á heitt kakó með í kuldanum, nenni held ég ekki að baka neitt annað en sé til.

OFURsjúlli kveður þreklaus eitthvað.Frown


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband