Er útlönd ekki bara málið?

Hvað myndi fólk halda um það, er ekki málið bara að skella sér til útlanda t.d. Noregs og hætta í bili að búa hérna á þessari aumkunarverðu og illa stjórnuðu eyju, tja maður spyr sig. Gæti vel hugsað mér að vinna í Noregi og það sem meira er þá er ekkert mál fyrir sjúkraliða að fá vinnu þar og hvað þá sjúkraliða með framhaldsmenntun já sæll....henda sér í að læra norskuna sem snöggvast og láta bara vaða, ja ég myndi ekki hugsa mig um tvisvar ef ég væri ein en hugsa mig alveg um tvisvar vegna stelpnanna minna sko en þetta væri snilld held ég að prufa eitthvað nýtt og svona...en ég er svo sem með góða vinnu og er ekki að fara að missa hana þannig að maður kannski ætti að hafa sig hægan bara.

Var spurð um daginn hvort það væri kreppa hjá mér og ég svaraði að kreppan væri eflaust verri hjá mörgum öðrum en mér, sem er eflaust rétt en vá hvað ég er að verða rosalega reið yfir þessu ástandi hérna, allt kostar svo mikið en launin hafa ekki hækkað neitt hvernig er hægt að ætlast til þess að maður standi á báðum fótum þegar svoleiðis er, ekki veit ég það.

Kláraði að prjóna ulllarsokka á Brynjuna mína í gær og ætla að gera eins á Kötlu ekki veitir af að eiga nóg af sokkum, geri svo kannski eina á mig líka aldrei að vita:) Ætla svo að fara að hekla mér jólahjörtu og meira að segja er ég að fara að undirbúa það að gera jólakortin, ágætt að byrja á þeim snemma enda lítið annað að gera á kvöldin, Katla ætlar sko að hjálpa mér, augun í henni stækkuðu margfalt þegar hún sá gullsjóðskassann með öllu jólakortaefninu þannig að mætti segja mér að hún eigi eftir heldur betur að taka til hendinni.

Fórum í gær og fórum í snjókast, henni fannst það sko ekki leiðinlegt var jafn öflug og mamman með snjóboltana eða þar til hún flaug á hausinn þá var gamanið búið og við fórum heim, elduðum okkur svo dýrindis svínakjöt í kvöldmat með tilheyrandi, en ég elda aldrei á kvöldin á virku dögunum þar sem þær fá heitan mat í hádeginu en elda svo um helgar og eitthvað svona eðal á sunnudögumLoLSnapshot159Snapshot160

Kvíði svo fyrir að fara til læknis í dag að ég er með hnút í maganum en það tekur fljótt af sem betur fer og ég vona að ég þurfi ekki til hennar aftur krossa bara putta með það. Vaknaði með svo óhræsis hálsbólgu í morgun sem er reyndar horfin að mestu núna þannig að það er frá í bili..Drepast í öxlunum af hreyfingaleysi og sé ekki fram á að það breytist í bili allavega en koma tímar koma ráð ekki satt, hugsa að ég þurfi bara að fara að komast í sjúkraþjálfun þarf að ræða það við dr. Pétur.

Best að hendast í sturtu og hengja upp úr eins og einni þvottavél og sækja svo dæturnar, Brynja ætlar að passa litla genið á meðan ég hendist til doktors.

OFURsjúlli kveður með kvíðahnút í bumbunni.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband