30.9.2009 | 13:10
Síðasti dagur í næsinu
Sem betur fer, á morgun byrja ég í 90% vinnu og veitir ekki af, úff veit ekki hvernig maður meikar þetta þennan mánuð en sem betur fer kemur maður svo sem ekki til með að svelta og það er fyrir mestu ekki satt.
Í þessum mánuði verður stóra barnið mitt Sweet sixteen merkilegt hvað tíminn líður rosalega hratt, dúddamía man allt eins og það hafi gerst í gær og mér finnst ég varla degi eldri en þá en ég er nú alveg 16 árum eldri, einu sambandi eldri, einu hjónabandi eldri, einum sambúðarslitum eldri, einum skilnaði eldri, móðurlaus, einu barni ríkari, einum árekstri eldri, einum hálsáverka eldri, tveimur fallegum frænkum eldri og margt margt fleira þannig að ýmislegt hefur gerst skal ég segja ykkur jahérna, engin lognmolla í kringum mig, merkilegt hvað við mæðgur erum í dag. En hún er svo vel lukkuð þessi fallega stóra stelpa mín, gengur vel í skólanum, gengur vel í fótboltanum og allt sem hún tekur sér fyrir hendur gengur bara vel hjá henni...uuuuu nema að taka til í herberginu sínu bwahaha verð þokkalega kýld fyrir að láta þetta hérna
En svona er þetta, var á fundi í morgun og fer á annan kl 16 en ætla að taka Kötluna bara með mér ef hún vill koma þannig að það er ekkert mál, annars ætlar systir hennar að vera með hana í slöppun hérna heima.
Er að breyta matarræðinu hjá mér og tek út allan viðbættan sykur og bætti inn helling af próteini og síðan þarf ég að sofa mikið minna, fer að sofa á milli 23 -24 á kvöldin og ég er vöknuð kl 05 alveg spræk og er alveg spræk allan daginn, sýnir hvað sykur getur gert mann slappan, en borða að sjálfsögðu nammi á laugardögum en líður alveg illa á eftir úff verð eins og slytti. En ég finn ekki fyrir að mig langi í nammi eftir að ég jók próteinið bara gott.....
Best að fara að lesa smá stund áður en ég skutlast upp í MA og svo á fund
OFURsjúlli kveður smá áhyggjufullur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.