4.10.2009 | 23:37
Helgartörn á enda
Þá er maður búinn að vinna helgina, bæði kv og mv vaktir báða dagana, skal viðurkenna að ég er ótrúlega þreytt þrátt fyrir að þetta séu ekkert erfiðar vaktir þannig, en 6 vikur í að ég vinni svona næst og þetta er bara gaman Enda er ég þekkt fyrir að elska vinnuna mína og ég geri það.
Fór með pabba á milli vaktanna í dag og fjárfesti kallinn sér í nokkrum gallabuxum og svo klippti ég hann og hann setti í staðinn vetradekkin undir Polo alveg klassa skipti. Annars er ég á síðustu metrunum að þola þennan bíl sem er djellubíll en hina stundina bara óþolandi bíll. Honum þykir svo vænt um mig að hann vill stundum ekki sleppa mér og læsir mig því inni eins og í gærkvöldi þannig að ég endaði með því að skríða út um gluggann en sem betur fer þá er ég ekkert mjög stirð og klukkan var orðin doldið margt þannig að ég vona að enginn hafi séð mig, er pínu marin eftir þetta en so:) Fyndið eftir á en ekki á meðan á því stóð, pabbi nestaði mig með eitthvað sprey sem ég ætla að prófa að dúndra inn í hurðina, en þetta er búið að vera margra ára vandamál með bílgreyið haha...
Er búin að liggja yfir bókinni Karlmenn sem hata konur og vá hvað hún er góð, fannst hún algert rugl fyrst þegar ég byrjaði á henni en þegar á líður verður hún svo spennandi, vill nefnilega ekki sjá myndina fyrr en ég er búin að lesa bókina.
Loksins bar vinnuumsóknasýkin í okkur Brynju árangur og hún er komin með vinnu á Greifanum við uppvask til að byrja með, gæti gefið henni ágætan pening á mánuði verður samt ekkert að vinna mjög mikið til að byrja með en kannski bætist við:) Vildi endilega fá að vinna eitthvað sjálf og fyrst hún treystir sér til þess strax með skólanum er það gott mál, hún á að byrja á morgun, er reyndar orðin haugkvefuð en hristir það af sér fljott og vel ef ég þekki hana rétt:)
Katla mín kemur til okkar á morgun og mig hlakkar svo til, ætla að fara að föndrast með henni á morgun og fara að koma pínu stemnara í liðið....
Ætla að fara að sofa
OFURsjúlli kveður sáttur við guð og menn
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ hó duglega ofurkona
haha ég væri EKKI í formi til að skríða út um glugga á bíl
Ólöf Guðbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.