7.10.2009 | 22:31
Daglega lífið
Fór í gær og fjárfesti í nýjum prentara handa okkur mæðgum, ekki séns að eiga ekki prentara þegar skólastelpa er á heimilinu og svo líka þarf maður að prenta út nokkrar ljósmyndir og svona, tók mig 2 tíma að koma honum inn því ég nennti ekki að lesa leiðbeiningarnar en þegar ég loksins las þær voila tók það enga stund. Ekki í fyrsta skipti sem ég sleppi leiðbeiningum:)
Brynjan mín er að gera sig í MA tók próf í íslensku og fékk 9,2 og var efst í bekknum Erum við að brillera já aðallega hún samt haha en finnst ég eiga smá í þessu með henni, er nú mamman hennar:) Keyptum í Stíl svona dæmi til að setja á vegg setning á frönsku "La vie est grande" sem þýðir "lífið er yndislegt" og vorum að dunda okkur við að setja það á vegginn hjá henni áðan og gekk svona skafið hjá okkur kellingum:)
Katlan spræk sem lækur, fór í gær og keypti dót handa henni, gelluskó, armbönd, tösku, hringi og eyrnalokka og svo eitthvað svona til að skrifa á dæmi. Hún var rosa kát með þetta í smá stund en bað svo um að fá skálarnar og sleifarnar ahhahaha og fór að elda bara, snillingur:) Þegar ég fór á baðið í morgun heyri ég hana kalla "esskan mín hvar ertu esskan mín" inni á baði svaraði ég, kom hún í dyrnar og sagði "esskan mín hvað ertu að gera hér" snillingur. "Mamma hvar eru tush tush mitt" ha "æi mamma tush tush" hvað ertu að meina "tú veist tush tush" nei elskan mamma skilur ekki, hvar er þetta...."mamma ég veit það ekki" maður getur varla haldið andliti þegar þessar samræður fara fram...alltaf að koma með eitthvað nýtt þessi snillingur...
Síðasti vinnudagurinn á morgun og svo 4ra daga helgarfrí verður nú gott að fá frí svona langt, sérstaklega afþví að þegar maður vinnur svona mv - kv á sama deginum þá gerir maður eiginlega ekkert nema vakna og sofna svo og er bara ótrúlega þreyttur þó svo að þetta séu ekki langar vaktir, þannig að eg á alveg inni gott frí finnst mér allavega Byrja daginn á morgun með því að okkur er boðið á þorpsstöðina í morgunkaffi til skrafs og ráðagerða þar sem við í heimahjúkrun eigum að sjá um skemmtiatriði á Litlu jólum Hakara þetta árið...jájá ég er með fullt af hugmyndum, er alveg hafsjór hugmynda....
Mig langar að læra meira svo ég fái meiri peninga, reyndar alveg sama þó maður læri meira til að fá meiri peninga því það verður bara tekið af manni með hærri sköttum og svoleiðis bulli einhverju, er alvarlega farin að íhuga landflótta svei mér, væri það ekki málið í eins og 2 ár bara, koma svo tilbaka tja maður spyr sig, kostir og gallar......
Búin að lesa bókina "Karlmenn sem hata konur" og þvílík ævintýranleg snilld ég segi ekki annað algjör snilld, hlakka til að lesa bók nr. 2 sem heitir stúlkan sem lék sér að ...man ekki..
OFURsjúlli kveður þreyttur....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.