11.10.2009 | 22:41
Mikið líður tíminn hratt þessar vikurnar
Dagarnir hendast áfram, það kemur mánudagur og svo finnst manni bara vikan búin hviss, bamm búmm og maður skilur ekkert. Verður komið sumar áður en maður veit af aftur og enn. Hélt að þetta væri bara ég þar sem oft er sagt að manni finnist tíminn líða hraðar eftir því sem maður sjálfur eldist en þegar unglingarnir eru farnir að tala um þetta þá er eitthvað að
Helgin liðið í mikilli leti, enda Katla búin að vera haugkvefuð og því ágætt að kúra bara inni og leika sér, svo í morgun steyptist hún út í einhverjum skrítnum útbrotum sem hafa svo versnað hægt og sígandi í dag, og undir kvöld var hún farin að finna til í þeim, ekki klægja heldur meira svíða. Greyið sé til hvernig hún verður í fyrramálið læt hana vera heima ef hún er eitthvað ómögleg, ekki með hita en svona svolítið þvöl í allan dag og vildi alls ekki vera í fötum.
Fórum smá bíltúr með Hildi og dætrum í dag en það var líka allt og sumt fórum ekkert annað út, algerir innipúkar enda ekki lítið sem maður er búinn að úða í sig af mat dúddamía, en svo tekur harkan við aftur á morgun bara no problemos:)
Bakaði bollur og bjó til heitt súkkulaði handa stelpunum mínum í morgun, Katla reyndar hafði enga lyst frekar en á öðru um helgina en Brynjan mín var glöð að fá að næra sig þegar hún vaknaði. Eyþór kom svo aðeins seinnipartinn með ís handa stelpunum og fékk sér smá næringu áður en næsta vinnutörn hófst. Gladdi Brynju helling með smá fréttum og vona ég bara að það gangi upp::) Katla ætlar svo að fara aðeins til hans á morgun ef hún verður hress, held ég verði að fara með hana til læknis ef hún verður ekkert skárri held ég.
Var svo séð á föstudaginn að byrgja mig upp af góðu lesefni á bókasafninu og er núna að lesa nýjustu bókina hans Henning Mankell og hún er bara spennandi, ætla að fara fljótlega og lesa bara inni í bæli, nenni ekki að horfa á tv og Brynja skrapp út á rúntinn þannig að líklega bara kemur sængin til með að heilla fljótlega. Letin var svo mikil að ég nennti ekki einu sinni í búð til að kaupa bleyjur á barnið þannig að núna á hún bara eina bleyju fyrir fyrramálið þannig að eins gott að hún fái ekki magakveisu eða eitthvað í nótt damn, skal aldrei gera þetta aftur haha, ætlaði að renna til Hildar og fá eins og eina lánaða en sofnaði auðvitað með Kötlu þannig að ekki virkaði það algjörlega hmmm
Brynja fór í vörutalningu í Byko á laugardagsmorgun og ætlaði ég svo með pabba í Byko rétt fyrir hádegi og vorum við komin að dyrunum á Byko þegar ég fattaði að það væri jú lokað (bræt manneskja), Katla varð svona hundreið við systir sína fyrir að loka Byko og tautaði það alla leiðina heim, svo þegar Brynja kom sagði litla stýrið "Bynja lokaðir þú Byko" haha bara snilli var mjög móðguð enda finnst henni mikið gaman að fara þangað þar sem það eru innkaupakerrur eins og bílar og situr hún við stýrið þegar við förum þangað haha
Best að hætta þessu bulli og fara að lesa Mr. Mankell
OFURsjúlli kveður þreyttur á Íslandi
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.