12.10.2009 | 15:08
Hversu lífið getur verið skrýtið
Búin að afreka býsna margt í dag, koma öllu sem þarf í greiðsluþjónustuna, fara með pabba í búðir og flensusprautu, fara í búð og kaupa krem á Kötlu, þrífa hérna lauslega, þvo nokkrar þvottavélar og hengja upp, fara í eina heimsókn, fara og sækja köttinn minn á fyrrverandi heimilið mitt, sleit lyklana loksins af fasteignasalanum sem er með mömmu íbúð á sölu ...og svo margt annað jasvei.
Margt sem brýst um í kollinum á mér í dag, sumt gáfulegt annað ekki, sumt gleðilegt annað ekki. Maður á líklega ekki að velta fortíðinni of mikið fyrir sér það veldur bara vonbrigðum held ég en maður gerir það samt. Kvíði sumum hlutum í framtíðinni sem ég ætla svo sem ekki að fara að tíunda hverjir eru hér, en hef gengið í gegnum slíkt áður og það var erfitt þá þrátt fyrir að aðstæður hafi verið allt öðruvísi og held það verði ekki auðveldara núna. Maður á held ég bara ekki að hugsa heldur lummast í gegnum lífið er það ekki bara.
Sef frekar illa á nóttunni veit ekki hversvegna, er ekki kvíðin eða slíkt né stressuð en eitthvað er að angra mann í undirmeðvitundinni. Líklega er maður samt kvíðinn enda kannski skrýtið ef maður væri það ekki miðað við hvernig landið manns er í dag. Vil sjá alla þessa kalla sem komu okkur í þetta rassskellta opinberlega og þá meina ég rassskellta á beran rassinn í gaddi og kulda, og síðan leyfa þeim að hanga úti í kuldanum og krókna. Ég er ekki í raun svona illa innrætt bara er að gerast núna að einhver illska sækir í mig held ég. Mörg gamalgróin fyrirtæki að fara á hausinn, fólk að missa vinnuna og allt í einhversskonar brunarústum, þetta er ekki mér að skapi. Skítt....
Farin að huga að jólagjöfum, gef ekki margar í ár, hefur fækkað um helming það er svo sem kostur. Gef stelpunum 3, dætrum Hildar og Hildi, pabba og eitthvað á heimili hjá bró og stóru sys, litla frænda gef ég smá og svo frænkum mínum í borginni og svo gef ég fyrrverandi eitthvað enda ætlum við að eiga jólin saman með stelpunum okkar þremur:) Verður bara gaman að því, finnst það líka gott að enginn missir af því hvað Katla verður brjál í pökkunum haha mig hlakkar lúmskt til, hún er allaf voða svekkt ef einhver á afmæli og fær pakka en hún ekki þannig að það mætti segja mér að verði stuð á henni. En mér finnst þetta gaman bara að gefa gjafir. Hlakka til að fara að finna út hvar ég ætla að troða skrautinu mínu, nóg er til af því allavega:)
Ætla að fara að dúndrast af stað og sækja stóra barnið
OFURsjúlli kveður gríðarlega hugsi í dag
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.