17.10.2009 | 22:18
Allt mögulegt á seyði
Var búin að blogga helling en hviss, bamm, búmm bara fór..helvítis fokking fokk skyldi Davíð hafa verið að ritskoða hlutina eitthvað.Nei segi svona.
Búin að fá svínaflensusprautuna fékk hana í gær og ég er að drepast í handleggnum, vaknaði svo í nótt með hálsbólgu og beinverki, gúllaði í mig verkjapillu og þá skánaði það en er svo að steypast yfir mig aftur, spurning hvort það er vegna sprautunnar eða bara einhver pestardrulla nóg er víst af þeim núna.
Katla fór til pabba síns í morgun, var í roknastuði í gærkvöldi, fórum með tölvuna í rúmið og nammi og kókómjólk og góndum á eina mynd, fórum svo aðeins fram til að dansa og svo að sofa. Vaknaði svo við að litla dúllan segir "vatnaðu mamma sjáðu út um dluggann, skoppa og skrítla" haha reynir allt til að maður opni bæði augun Var svo hress og kát hér í morgun og fór með pabba sínum um kl 11 ímorgun en þá lögðumst við Brynja niður hálfpunkteraðar og horfðum á mynd. Brynja búin að vera hálflasin alla vikuna með hálsbólgu og kvef, en samt mætt og líka unnið dálítið mikið og alltaf verið að hringja hana út í aukavinnu, allsstaðar veikindi. Er að vinna núna og verður að vinna eitthvað fram á nótt en fær vonandi frið á morgun veitir ekki af að hvíla sig smávegis.
Þoli ekki sjónvaroið hjá mér núna, skjárinn er alltaf að frjósa og svo hringdi ég í símann og þeir sögðu mér að endurræsa allt draslið en það frýs samt helvítis fokking fokk, hringi í þá aftur á morgun foxill.
Mig langar í nammi en nenni ekki út að sækja það, ekki að ég er sko alveg búin að borða nóg af því í dag en alltaf getur maður á sig nammi bætt eins og gamalt máltæki segir:)
Vinavika að byrja í vinnunni á mánudaginn og ég er á fullu að hugsa um hvað ég eigi nú að gera fyrir vin minn sem er ....hahah segi ekki fyrr en eftir vinavikuna. ÞArf að leggja hausinn í bleyti verulega vel. Er svo agalega hugmyndasnauð þegar kemur að svona.
Helvítis fésið virkar ekki hjá mér alveg sama hvað ég geri, en ef ég fer inn á Brynju tölvu þá virkar það skrýtið ekki satt en ég hef enga skýringu á þessu, vildi að ég væri tölvunörd þá væri nú lífið magnað því hvað ætli ég sé oft skapvond vegna tölvunnar hmmm nokkuð oft.
Er að fara að útbúa nokkrar myndir úr listaverki sem Katla gerði og setja í ramma og upp á vegg, vantar reyndar sög, gleymdi að fá hana hjá Hildi áðan, maður verður nottlega að eiga sög eða hvað, maður notar hana kannski einu sinni á ári ef maður nær því:)
Ætla að fá mér eins og eina verkjatöflu og athuga hvort ég fari ekki að svífa
Ofursjúlli kveður í vímu
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ekki láta tölvuna stjórna þér og koma þér í vont skap, brostu bara við heiminum þá brosir og svo fr . Hafðu þar sem allra best, og þið mæðgur yfirleitt. En ertu að hugsa um að skella þér í "geðið " eftir áramótin ? ef það skyldi vera kennt. kv, Kolla Pé.
Kolbrún Pétursdóttir, 18.10.2009 kl. 10:20
Kolbrún alltaf gaman að sjá að þú fylgist með ruglinu í mér:) Heyrðu geðið já, þeir ætla að byrja að kenna það eftir áramót í staðnámi en fjarnámi s.s. þegar því er lokið s.s. þá þarnæstu áramót held ég og ef það verður kennt í fjarnámi þá ætla ég ekki að láta það fram hjá mér fara, er einmitt að skoða að taka heilbrigðisenskuna núna eftir áramót svo maður sé búinn með hana og ef maður fellur þá getur maður allavega tekið hana á haustönninni 2010 ef allt fer í voða::) Allt útpælt, annars verður að koma í ljós líka hvort ekki verði öruggt að það komi launahækkun fyrir þetta nám líka, síðast þegar ég spurði að því þá var ekki hægt að lofa að það næði í gegn, en vonandi eru bara bjartari tímar framundan í þjóðfélaginu:) Hafðu það gott Kolbrún og eins og ég segi gaman að skjá þig:)
Móðir, kona, sporðdreki:), 18.10.2009 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.