21.10.2009 | 22:19
Lífið í hnotskurn
Merkilegt hvað horið virðist ætla að vera fast í manni og ekki bara það heldur hóstar maður svo mikið að það hreinlega liggur við að maður mígi á sig hvað er að gerast Skyldi maður þjást af áreynsluþvagleka haha svo maður finni einhverja greiningu. Segi svona, en þetta kvef er alveg ótrúlegt eykst dag frá degi og þar sem það er að koma helgi hef ég sterklega á tilfinningunni að ég verði alveg haugstífluð en það kemur nú í ljós.
Hef engan tíma í svoleiðis vitleysu, ætlum að hafa föndurdag við systur með litlu börnunum okkar, sem endar líklega á að við verðum tvær að dunda okkur haha, Brynja er að fara á Krókinn til pabba síns og fjölsk. og ætlar að taka Telmu vinkonu sína með sem er nú bara gaman, væsir nú ekki um þær hjá Sigurpáli og co:)
Stendur yfir vinavika í vinnunni og maður er stöðugt að laumast með pakka hingað og þangað voða gaman og að sjálfsögðu er maður að fá pakka líka, fékk servettur og servettuhringi í gær ásamt fallega orðuðu korti Alltaf gaman að fá smá svona hól eða jákvæðni.
Svo i fyrramálið býður mín starfsstöð Þorpsstöðinni í vöfflukaffi til skrafs og ráðagerða vegna litlu jólanna sem við í heimahjúkrun eigum að sjá um, nokkrar hugmyndir komnar upp á borðið en það á eftir að útfæra þær ögn mikið, vildi að maður væri skemmtikraftur af guðs náð þá væri þetta ekkert mál.
Annars er allt voðalega rólegt bara, Katla er hress og kát, fór með pabba sínum í dag að fá sér ís og kom svo aftur, var í roknastuði hérna í allt kvöld með frænkum sínum og var mjög fljót að sofna, fór á bókasafnið og fékk lánaðar nokkrar bækur sem sló svona í gegn hjá henni vill bara lesa þegar hún kemur heim á daginn núna:)
Ætla að horfa á eina mynd í tv og fara svo að halla mér
OFURsjúlli kveður pirraður út í auðmenn....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.