Þjófnaður í sameigninni....hvað er að

Er svo öskuill núna að ég næ mér varla niður. Erum með sameiginlegt þvottahús í sameigninni sem er svo heitt að þvotturinn þornar á no time. Hef nýtt mér þetta x 3 þegar ekki hefur verið hægt að hengja á snúrurnar á pallinum mínum. Í öll þessi þrjú skipti hefur eitthvað horfið, íþróttabuxur, eitthvað sem ég átta mig ekki á og svo Cintamania peysan mín sem by the way kostar 18 þús.... þegar ég segi ég átti mig ekki á þá sé ég bara að það er skarð í fötin og lafa föt sitthvorumegin við flíkina sem hvarf. Það er eins og einhver fylgist með því þegar ég hengi upp hvað er að fólki. Brynja átti hitt tvennt sem hvarf og þetta er óþolandi. Ætla að kæra þetta til löggunnar hefur svo sem ekkert upp á sig en hvað getur maður annað gert, ætla að henda upp miða og biðja fólk að gá hvort það hafi "óvart" farið í miðjuna á mínum fatnaði og tekið þar eina flík eða svo...allt eins þessa daganaCrying

Til að toppa helgina þá var brjálað partý á pallinum hjá mér og hefði mér verið sama ef það hefði verið búið um kl 00-1 en nei það var meira og minna alla helvítis nóttina. Ekki svo sem mikið sofið þá nótt en so what til hvers þarf maður að sofa þegar maður getur gert það þegar maður verður gamall. Væri allt í lagi ef þetta væri bara stundum en þetta er að verða ansi oft.

Búin að vera að hengjast úr kvefi og hausverk alla helgina en ekki myndi það titlast vera veikindi onei, mæti eins og herforingi alltaf í vinnuna ekki spurning, ætla samt að fá að vera í fríi eftir hádegi á morgun þar sem leiksskólinn verður lokaður eftir kl 12.15. Klára bara mitt á methraða og fæ svo að fara jájá.

Veit ekki hvernig hlutirnir koma til með að tæklast á næstunni sýnist að þrátt fyrir aukna vinnu og meiri tekjur þá hækkar allt enn og mér sýnist maður rétt ná að skrimta bara áfram ef maður nær því þá, maður er orðinn peningalaus síðustu vikuna í mánuðinum, og hvernig getur maður það með 2 börn og annað á bleyju tja maður spyr sig. Langar að flytja út, buin að vera að skoða og þó svo að ég myndi bara leigja íbúðina, og láta hana borga sig að mestu, skilja öll húsgögn eftir og fara, leigja úti og borga þetta venjulega þá myndi ég samt eiga mun meiri pening, hærri laun, hærri skattar en samt myndi maður hafa meira á milli handanna, skil vel þá sem fara af landinu. Hugsa að þetta væri ekki galið í 1-2 ár til að koma sér á réttan kjöl eða á meðan það alversta gengur yfir hér á klakanum. Búin að vera að tala við lið sem er í Noregi og þetta er að virka allavega hjá þessum 3 fjölskyldum sem eru þar svo þetta er spurning.

Margt að hringla í hausnum á mér núna, en hvað veit maður.

Viddi mágsi minn á afmæli í dag til lukku með það kallinn, er svo skapvond að ég legg það ekki á hann að hringja, hringi bara seinna.

Við Katla fengum okkur göngutúr í morgun með viðkomu hjá pabba sem bauð upp á Nóa Síríus með kaffinu, ég færði honum nokkrar lummur þar sem við Katla skelltum afganginum af hrísgrjónagrautnum í lummur í morgun:) Kötlu fannst þær reyndar vondarPinch Skellti líka í eitt hollustubrauð í morgun eins gott að baka eitthvað svo eitthvað sé til, lítið annað í skápum en það sem maður býr til.

Ætla að skapvonskast aðeins á öðrum vettvangi

OFURsjúlli kveður verulega spældur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband