28.10.2009 | 16:51
Sweet sixteen::)
Stóra barnið mitt orðið 16 ára, meira að segja eftir korter fyrir 16 árum þá fæddist hún Gekk svo frábærlega sú fæðing og er í alla staði ánægjuleg upplifun, enda var ég spurð þegar ég var búin að eiga hana, heldurðu að þú gerir þetta aftur "já ég hélt það nú" enda fann ég ekki fyrir því:)
Í gærkvöldi kom vinkonan hennar hún Telma í heimsókn og þær bökuðu svo flotta súkkulaðiköku og skreyttu og buðu mér svo í kaffi, alger krútt.
Búin að fá mikið af fallegum kveðjum í dag og fallegum og flottum gjöfum stelpan. Ætla að bjóða í smá kaffi á sunnudag, Katla verður reyndar ekki heima en það verður bara svo að vera. Hringdi í ökukennara fyrir Brynju í gær og hann vildi óður og uppvægur fá að taka hana í fyrsta ökutímann í dag þar sem hún ætti afmæli, þannig að kl 18 í dag þá verður hún formlega farin að læra á bíl
Ég er að duddast alltaf með þetta kvef, búin að fara alltaf í vinnuna en ætla að setja ? merki við morgundaginn, er með hitavellu og hrikalegan hausverk en svo kannski verð ég hress á morgun hver veit. Katla er hjá pabba sínum en þau ætla að koma og borða hérna á eftir og svo fer hún aftur til hans um helgina. Ætla að vinna fyrir eina á föstudagskvöldið þar sem Brynja ætlar hvort sem er að bjóða vinkonum í mat þannig að það verður flott bara:)
Stutt í dag
OFURsjúlli kveður glaður með að eiga 16 ára fallegan snilling
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Halló Erna, síðbúnar hamingjuóskir með afmælisbarnið/unglinginn. Merkilegt hvað börnin eru að eldast miklu hraðar en maður sjálfur. Eða á maður sjálfur erfitt með að viðurkenna aldur sinn , he, he. Kveðjur, Kolbrún Pé.
Kolbrún Pétursdóttir, 30.10.2009 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.