Mig langar til að..............

Þá er allt á fullu að undirbúa HAKjólin sem verða á föstudagskvöldið og heimahjúkrun á að sjá um þau. Skemmtiatriðin verða nú ekki af verri endanum og er æft algjörlega liggur við allan sólarhringinn::) Næsta æfing verður kl 17 á morgun og herregud ef ekki verður gamanLoL Ætlum að hittast heima hjá Ninu áður en við förum og hrista okkur í fílinginn jibbí skibbí.

Kisan mín er öll að koma til og er meira að segja farin sjálf að týna úr sér saumana, duglegur kisi, tekur lyfin sín með rjóma á hverjum morgni en hefur enn ekki fengið að fara út, enda dregst hann enn hér um og getur ekkert stokkið, rétt kemur sér upp í sófann og búið. Á að koma í eftirlit á miðvikudaginn næsta og þá verða saumarnir teknir og vonandi kemur hann til með að ná sér bara. Greyið kallinn.

Var húsfundur í vikunni og við Katla stormuðum upp til Óla, ekkert svo sem merkilegt annað en verið að hækka hússjóðinn og sameinast um að skreyta eins allar svalir í húsinu. Ætla að fara á morgun og fjárfesta í seríu og henda upp kannski annaðkvöld eða um helgina.

Brynjan mín er búin að segja upp í vinnunni, er að kikna undan álagi og hefur varla tíma til að læra. Þannig að við leitum að öðrum eftir áramót, veit samt ekki hvenær hún fær að hætta, en allavega reddaði hann fyrir hana árshátiðinni þannig að hún missir ekki af henni. Svo er hún að fá æfingarleyfið ætla að fara á föstudaginn og sækja um það fyrir hana, merkið er komið á ísskápinn þannig að þetta er allt að bresta á. Líka það að þurfa að borga 85 þús fyrir fyrri hlutann. Hrikalega sem þetta er orðið dýrt maður, þetta kostaði 32 þús þegar ég tók það herra minn.

Erum komnar með ljós í alla glugga hjá okkur, nema eldhúsgluggann en það fer að bresta á, ætla að reyna að ná í fyrirtæki á morgun sem heitir smáverk og athuga hvort þeir geti lagað vegginn fyrir mig er algjörlega að drulla í mig að hafa þetta svona, ætla líka að hringja í rafvirkja og athuga hvort hann geti ekki dregið í rafmagn fyrir mig og rústað nokkrum dósum, fer bara á hausinn þá ef svo á að vera er að klikkast á að hafa þetta svona hálfklárað eitthvað.

Best að fara að rúlla sér inn í rúm og lesa í smá stund

OFURsjúlli kveður  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband