Ár og öld

Alveg næstum hætt að nenna að bloggaLoL Bendir kannski til að mér leiðist bara ekkert svo mikið, þar sem ég dett alltaf í blogg ef ég hef ekkert annað að gera eða mér leiðist..s.s. bara gott mál. 

Litlu jól HAKARA búin og tókust svona ljómandi vel hjá Heimahjúkrun, metþátttaka líka í þeim sem við viljum meina að hafi verið vegna þess að við sáum um þau, getur ekki annað verið. Enduðum svo í partý heima hjá dr. Braga sem var bara gaman og Mojito var drukkið af miklum móð, Katla Hildar stóð sig eins og sannur barþjónn og töfraði hvern drykkinn af fætur öðrum fram. Laugardeginum skulum við gleymaWoundering 

Fékk loksins rafvirkja til að tengja fyrir mig rafmagn í vegginn og henda upp einu ljósi og laga nokkrar dósir fyrir mig, var magnaður náungi sem kom frá Ljósgjafanum og var ekki lengi að þessu, næst er að finna smið sem hefur tíma, gæti orðið erfitt reyndar. Hildur sys gaf mér svo eldhúsljós og hann skellti því upp fyrir mig fyrst hann var nú byrjaður á annað borðGrin

Döggin mín komin með æfingaleyfið og keyrði heim úr skólanum í dag, í drullufæri, og meira að segja umferðaröngþveiti á Þórunnarstræti þar sem var þriggja bíla árekstur. Leysti þetta ljómandi vel af hendi, sagði reyndar á leiðinni heim "mamma þarft ekki að segja hvert smáatriði sem ég á að gera".Happy Enda sat ég og tuðaði "stefnuljós til hægri, stíga ögn á bremsuna, beygja til vinstri, hægja á þér" haha gamlan stressuð en hefði aldeilis ekki þurft þess. Er líka með æfingaleyfi á bíl pabba síns og er að skreppa til hans um helgina og fær að öllum líkindum að grípa í bensann hans *öfund*

Sko ég fór án gríns, næstum að grenja í morgun. Þegar við komum út þá ætluðum við aldrei að komast inn í bílinn, hann var bara læstur og ekki séns að opna hann, komst svo inn í hann að aftan, og þurfti að bora Kötlu í bílstólinn öfugu megin, Brynja sat afturí og ég þurfti að príla fyrst afturí og framí. ÉG HATA ÞENNAN BÍL. Um daginn læstist Katla inni í honum og ég sem betur fer var með hina lyklana á mér þannig að ég gat opnað. Ég er algjörlega komin með ógeð á þessum bíl. Ef ég ætti pening myndi ég skipta ekki spurning....við þurfum að leggja allavega hálftíma áður út til að bara að komast af stað á réttum tíma *ARG*

Jólaljós komin í alla glugga og 3 smákökutegundir af 5 komnar í dalla, ætla að baka annaðkvöld með Brynju mömmukökur og kattartungur. Jajá við borðum nebbilega alltaf smákökur á aðventunni en ekki um jólin því þá er maður að góssast í einhverju öðru. Ekkert byrjuð að kaupa jólagjafir en ætla að taka á því á mánudaginn þegar ég fæ útborgað alltsvo ef ég á einhvern pening eftir hahaha.

Er að dunda mér við að skipta um banka, en ég er búin að gefast upp á þessum ríkisteknu bönkum sem skipta um nafn á nokkurra mánaða fresti. Er að flytja mig yfir í Sparisjóð suður þingeyinga já sæll, eina með viti enda standa þeir vel að því er manni skilst og skipta ekki um nafn eftir dúk og disk.

Hætt að tuða og ætla að athuga hvort ég vakni ekki milli að morgni

OFURsjúlli kveður  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get vottað að Sparisjóður Þingeyinga er að standa sig, skipti yfir til þeirra í fyrra og þjónustan þar er til fyrirmyndar:) Gat nú ekki annað að hlegið þegar ég las lýsingarnar frá æfingarakstrinum....Perla Dögg mín þurfti að þola svona comment frá mér í heilt ár en svo er Andri Þór núna með æfingarleyfi en ég er orðin svo sjóuð að ég segi ekki orð :)

Kristjana Erna (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband