Mæður, tengdamæður, dætur, tengdadætur og konur almennt.

Á hvorugt en hef átt hvorttveggja. Hef alltaf haft svolítið gaman af umræðum um þessa tvo kvenflokka ef svo má að orði komast. Ef nokkrar konur hittast þá er oft sem umræða af þessu tagi kemur upp.  Held að konur séu í mörgum tilfellum sammála um að það sé alveg merkilegt að karlmaður fer alltaf í vörn ef konan fer að gagnrýna mömmu hans s..s tengdamömmu sína, það er svo varist með kjafti og klóm og klárt að konan hlýtur að hafa gert mömmu hans eitthvað ef hún lætur eins og hún lætur.  Ekki það að sumar tengdamömmur eru alveg gullmolar. Ég hef átt tengdamæður misjafnar eins og þær eru margarLoL Ein t.d. hringir í mig alltaf annaðslagið og á það til að droppar við ef hún á leið um, aðrar hvorki heyri ég né sé nema bara svona frétti af þeim í gegnum fjölskyldumeðlimi. Ekki að ég sé neitt heldur að sækjast eftir því þannig séð.

Sumar tengdamömmur eru alltaf að tala illa um "fyrrverandi" konuna, eða þá að upphefja "hún var nú svo mikil húsmóðir" gefur klárlega í skyn að sú núverandi sé það ekki. Veit um svo margar kunningjakonur mínar og vinkonur sem allar hafa einhverja svona sögu að segja nema kannski 1-2.  Gefur kannski til kynna að ef einhver skilur að þá er líklega talað eins um hana ekki satt...tja maður spyr sig.

En svo eru það tengdapabbarnir sem eru sjaldnar til umræðu nema þá bara vegna þess hvað þeir eru hjálpsamir og indælir. Líklega vegna þess að karlmenn eru sjaldnar að skipta sér af hlutum sem tengdadætur eða tengdasynir eru að gera og auk þess eru karlmenn minna að tala illa um fólkið í kringum sig heldur en konur.

Við konur erum afskaplega skrýtinn þjóðflokkur, eins og ein ung sem ég þekki og á aðallega strákavini, sagði: Stelpur eru bara alltaf með eitthvað vesen og gera drama úr öllu...Ekki skrýtið þó setningin "konur eru konum verstar" hafi verið uppgötvuð.  Hef oft pælt í þessu. Sjálf átti ég aðallega strákavini þegar ég var yngri, í dag á ég fáa vini en góða vini af báðum kynjum. Margir sem ég get kallað kunningja en eru ekki beinlínis vinir.

Konur þyrftu að prófa að hafa einn dag, "ekki tala illa um aðra konu" daginn. Afhverju erum við svona, afhverju þurfum við alltaf að rægja hvor aðra. Stundum á einhver það svo sem skilið að vera buffuð en kannski væri hreinlegast að buffa bara viðkomandi konu persónulega en ekki við aðra. Ég á eftir að buffa nokkrar en ætla að gera það persónulega en ekki við aðra..Ég er alveg eins og aðrar konur á það til að tala illa um hina og þessa en tilhvers líður manni betur!!! Held ekki, en held að manni liði betur að gera það í eitt skipti fyrir allt og það persónulega, augnliti til augnlitis.

Eitt enn svona í lokin og það er, merkilegt nokk þá þurfa konur helst að ná sér í giftan mann, ef þær eru ógiftar eða jafnvel giftar. Veit ekki hvort konur eru svona heimskar eða hvort þær skilji ekki mörkin. Er meira spennandi að reyna að ná í giftan mann heldur en ógiftan!!! Meiri spenna líklega. Rústa jafnvel tveimur fjölskyldum bara vegna spennu. Hefur þótt þetta spennandi pæling sl. ár. Ekki það að karlmenn gera þetta líka en þar sem ég er aðallega að tala um galla konunnar þá ætla ég ekki að taka fyrir galla karlmanna ekki núna allavega.  Konur geta verið afskaplega illskeyttur þjóðflokkur og merkilegt nokk þá er ég einmitt ein af þeim, illskeytt ef þannig liggur á mér en yfirleitt ekki án ástæðu samt sem áður.

Mikilvægar pælingar hjá mér, sundurlausar kannski en pælingar engu að síður...

OFURsjúlli kveður ánægður með að vera kvenmaður en skammast sín stundumW00t 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband