4.12.2009 | 22:46
Unicef allir sem einn að gerast foreldrar.....
Vá hvað mér líður vel að vera heimsforeldri Unicef þegar maður sér hvað þessi blessuðu börn búa við miklar hörmungar úff. Ég er jafnfátæk þó svo að ég borgi 2000 kr en það bjargar mörgum mörgum börnum:)
Er að fara á aukavakt í fyrramálið og sunnudaginn og er það bara gleðilegt, manni veitir ekki af smá aukapeningi, þessar vaktir t.d. borga fyrir rafvirkjann sem ég fékk um daginn til að fixa rafmagnið fyrir mig. Gott mál það bara. Svo ef ég gæti nælt mér í tvær í viðbót gæti það dugað til að borga smiðnum sem ég ætla að fá í næstu viku til að fixa fyrir mig vegginn jájá maður reddar þessu öllu saman.
Brynja mín fór í heimsókn til vinar síns og Katlan sefur. Ætlum svo að demba okkur á Lykilinn að jólunum kl 13 á morgun með Hildi og dætrum. Kannski maður komist í jólastemningu við það, er ekki alveg að komast í fíling þrátt fyrir að ég virkilega sé að reyna. Hafði það meira að segja af að kaupa 4 jólagjafir á markaði í Víðilundi í gær. Ótrúlega mikið af fallegu handverki og mun fallegra en þetta fjöldaframleidda drasl sem maður kaupir yfirleitt.
Snjóar hér núna nonstop og verður klárlega alveg þokkalega hált á morgun en þar sem maður er jú á Polo þá þarf maður ekki að hafa miklar áhyggjur. Katla ætlar að vera hjá frænku sinni á meðan ég fer í vitjanir í fyrramálið en Brynja ætlar að passa hana á sunnudaginn. Gott að eiga góða að.
Ætla að fara að lummast í bælið svo maður verði ekki alveg út úr kortinu í fyrramálið....er annars svo stútfull af kvefi og hausinn að springa í ræmur sem er ekki gott en það lagast
OFURsjúlli kveður slakur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.