Allt og ekkert

Var að horfa á heimildarmynd um alkóhólisma og hún var ótrúlega mögnuð, gaman að sjá hvað frábært starf er unnið þarna eins og þetta með að stofna fótboltalið bara snilld, þetta er hræðilegur sjúkdómur..

Kemst ekki í jólastuð, skil ekki afhverju, bara er ekki að nenna þessu stússi núna. Búin að gera ýmislegt eins og að baka og slíkt en ég bara finn ekki jólagleðina sem ég hef alltaf haft. Var þekkt fyrir að vera algjört jólabarn sem ég er enn en það er samt eitthvað ekki eins og það á að vera. Var svona líka fyrir jólin í fyrra. Kannski afþví að maður er í vinnu og svo þegar maður kemur heim er svo sem ekki mikil orka í annað en að sinna því sem gera þarf og litla orminum:) Búin að kaupa alveg heilar 4 jólagjafir, græja jólakortin en svo hef ég mig alls ekki í að kaupa umslögin utan um þau eða að pakka inn jólagjöfunum, hvað þá að kaupa restina af jólagjöfunum, úff. Kannski líka spurning um að vinna í Lottóinu eða hvað. En þetta kemur alltsaman, mig langar svo að fara að brasast með stelpunum mínum, fara í bæjarrölt og svona. Lifna kannski við um helgina hver veit...ætlaði að kaupa jólatré um helgina líka kemur í ljós hvað verður með það.

Búin að ákveða hvað ég ætla að gefa öllum en þarf bara að kaupa.....kannski get ég fengið einhvern til að gera það fyrir mig svei mér þá:)

Katla stuðbolti er stundum doldið virk, settist niður um henni á föstudaginn og sagði henni að anda út, anda inn og hún sat stillt og góð og tuðaði "anda út, anda inn" haha bara snillingur. Svo tók ég hana með mér í vinnuna á laugardaginn og sú sem var að vinna á móti mér kom á þvílíkasta fartinu inn og talað hratt og mikið, heyrðist í litla gerpinu mína tuldra, "anda inn, anda út" ég hélt ég myndi andast úr hlátri... held að hin hafi samt ekkert fattað. Þessi krakki er svo mikill snillingur á köflum. 

Var verið að bjóða mér 90% næturvaktir í 3 mánuði, ég hafnaði þessu annars snilldar boði, hefði í fyrsta lagi ekki sofið neitt í 3 mánuði, í öðru lagi hefði ég gert báðar stelpurnar brjálaðar vegna skapvonskunnar í mér,  og í þriðja lagi hefði ég líklega endað inni á geðdeild, eina að ég hefði haft miklu betri tekjur en get engan veginn lagt þetta hvorki á mig eða þær.

Hef akkúrat ekkert að segja, nenni bara ekki að fara að sofa en held að maður verði að gera það annars verð ég skapvondari en ég er:)

OFURsjúlli kveður fallegur að vanda:) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Pétursdóttir

Sæl Erna, það er greinilegt að þú átt algeran gullmola. "anda inn, anda út" ég sá fyrir mér hinn starfsmanninn, án efa verið létt stressaður, blessað barnið væri eitthvað veikt ! !.

Ég held að okkur vanti snjóinn til að komast í jólaskap, ekki vantar að minnsta kosti jólaljósinn hvar sem maður kemur. Nýbúinn að vera á Akureyri og ekki vantaði skreytingarnar hjá ykkur enda nauðsyn í svartasta skammdeginu.

Hafðu það/þið sem allra best og njótið aðventunnar. kv, Kolbrún Pé.

Kolbrún Pétursdóttir, 9.12.2009 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband