13.12.2009 | 23:43
Dagurinn í dag var ekki dagurinn minn
Byrjaði nú samt ljómandi vel og snemma. Eða um kl 06.00 þá fannst mínum litla jólasveini tilvalið að vakna og lufsast fram. Fórum til pabba og klipptum hann og dunduðum okkur svona við eitt og annað. Síðan skellti Brynja sér í bað þegar ég var búin að þrífa sameignina nema hvað þá byrjuðu lætin. Kom úr sturtunni í sjokki og sagði að allt væri á floti. Einmitt það var allt á floti og komið vatn upp að þröskuld fram á gangi. Ég stökk til og ætlaði að sækja skúrningargræjurnar neinei var ekki þvottahúsið mitt allt á floti og byrjaði að flæði inn í eldhús. Ég fékk alveg nett sjokk og hringdi í einhvern plummer sem sagði mér að þetta væri ekkert mál hann myndi kíkja á morgun. Við þurrkuðum upp og ég rölti svo með litla genið niður í ræstingarkompu en nei þar mætti mér annað flóð og litla genið flaug á skallann og rennblotnaði öll þannig að Brynja mín yfirtók hana og ég fór að skanna hvað væri nú um að vera jújú lak ekki frá baðherberginu mínu niður í ræstingarkompu og allt á floti. Ég náði í granna sem hringdi í tengdason sinn og hann kom og skrúfaði fyrir alla krana sem hann fann. Síðan sló rafmagninu á sameigninni út en þá var nú Óli granni mættur á svæðið en hann er rafvirki með meiru, og kom þá í ljós að rafmagnstaflan var orðin rennandi blaut líka. Úff allir stóðu og klóruðu sér í hausnum þar til einhverjum datt það ráð í hug að hringja í neyðarnúmer hjá VÍS og þá loksins gerðist eitthvað. Komu hingað matsmaður frá VÍS og einhver plummer með honum og skoðuðu allt draslið hjá mér og síðan niðri og komust að þeirri niðurstöðu að þetta þyrfti ekki endilega að vera neitt hjá mér heldur alveg eins á efstu hæðinni. En mér er svo sem nokk sama þar sem tryggingarnar koma til með að borga þetta en þetta er auðvitað hundleiðinlegt að standa í svona. En niðurstaðan er s.s. þessi að Brynja eyðilagði heilt fjölbýlishús á hálftíma og geri aðrir betur, erum farnar núna að geta flissað en vá hvað ég var miður mín áðan.
Þeir ætla að koma aftur í fyrramálið og kanna skemmdir og skoða hvað þarf að gera, mjög líklega þarf að rústa baðherberginu hjá mér og líka þvottahúsinu þar sem það virðist hafa lekið inn í veggina úff skildi ekki allt sem sagt var en mikið er ég fegin að þetta er komið í farveg, þarf bara að sleikja mig aðeins upp við konurnar í vinnunni og fá að skreppa heim til að hleypa þessu liði inn til mín:) s.s. erfiður seinnipartur svei mér þá.
Tókst nú samt að klára bæði sokkapörin s.s. var að prjóna geggjaða sokka á Brynju og Telmu vinkonu hennar, er mjög ánægð með þá Brynja á þá með rauðu hjörtunum en Telma hina Er svo búin með einn vettling á bara eftir þumalinn og ég sem hef aldrei prjónað vettlinga áður þetta er bara pís of keik enn sem komið er eins og ég segi ég á eftir að gera þumalinn:)
En hugsa að nú sé kominn tími til að fara að sofa, íbúðin í rúst og mér líkar það ekki en lítið sem ég get gert við því fyrr en búið er að laga þetta....gott að þetta gerðist núna en ekki á jóladag verður maður ekki að sjá það jákvæða:)
OFURsjúlli kveður bara blautur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.