21.12.2009 | 22:23
Jólatré í stofu stendur stjörnuna glampar á:)
Ekki alveg, en jólatréð er komið upp svo það jafni sig eftir útiveruna. Fórum við Brynja í síðustu viku og keyptum okkur bústinn og fallegan normansþin. Komst reyndar ekki í jólatrésfótinn í fyrstu tilraun en þá var sögin tekin og þetta massað allt saman til barasta
Fjárfesti mér í hlaupabretti líka í vikunni og er eiginlega litla stofan mín sem mér fannst alveg passlega stór, en núna er hún eiginlega of lítil þar sem hlaupabrettið reyndist ögn fyrirferðarmeira en ég gerði ráð fyrir en ég elska það, það er svo gott að hlaupa á því að það er tær snilld. Enda hef ég ekki þurft að taka verkjatöflu síðan ég fékk það. Kostaði alveg slurk en margborgar sig sko. Eina að það er svolítið bras að hafa það í sambandi þar sem það slær út ef eitthvað annað er í sambandi en ég þarf að fá eitt stykki rafvirkja í málið á nýju ári.
Er að verða búin með jólagjafir, á bara eftir að bæta aðeins við Brynju mína, bæta aðeins við Eyþór og kaupa smá frá Kötlu til systra sinna, annars er allt að verða klárt bara. Á reyndar eftir að versla í matinn en ætla að renna í það á morgun eftir vinnu ef ég hef orku. Hrikalega mikið að gera í vinnunni á morgun kem ekki til með að borða neitt nema bara þegar ég er búin að vinna, búin að setja svo þétt á mig en það er bara í lagi og þýðir víst ekkert að kvarta yfir því. Allir þurfa víst á baði að halda fyrir jólin. En mikið verð ég fegin kl 14 á þorláksmessu þegar ég fer heim í 4ra daga frí. Vona að ég fái að allavega að hætta klst fyrr á þorláksmessu þar sem ég var að vinna til kl 16 í dag:) Á eftir að ná samningum um það:)
Best að fara að kúra hjá litlu stelpunni minni sem var svo gott að knúsa í dag þegar hún kom heim, var nefnilega hjá pabba sínum um helgina og líka stóran mín sem fékk eitt knús líka en hún var á króknum þannig að ég vafraði hérna ein um og vann reyndar aðeins um helgina.
Hætt að bulla og farin í bælið
OFURsjúlli kveður sjóðandi
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Halló Erna, alltaf jafn hressandi að lesa bloggið þitt. Mér þykir þú eða þið mæðgur hafa tekið jólahreingerninguna með stæl, ha, ha. Gott ráð að þvo allar hæðir í einu, samt örlítið slæmt ef rafmagnið hefur farið í lamasess í leiðinni. En burtséð frá öllu vatnsflóði, mikið ansi eru sokkarnir sniðugir sem þú varst að prjóna. góð hugmynd af jólagjöfum. Var að enda við að kíkja á garnstudio.com alltaf jafn margt fallegt að sjá, sem gaman væri að gera. (næstu jól, ekki alveg í lagi með mann! !)
Óska ykkur mæðgum bara gleðilegra jóla og gangi ykkur allt í haginn á komandi ári. kv, Kolbrún Pé.
Kolbrún Pétursdóttir, 21.12.2009 kl. 23:19
Gleðileg jól sömuleiðis Kolbrún og njóttu jólanna:::)
Móðir, kona, sporðdreki:), 22.12.2009 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.