26.12.2009 | 23:31
Jólasnjór
Já maður óskaði eftir hvítum jólum en halló mætti nú kannski fara einhver smá milliveg. Hef ekki séð svona mikinn snjó held ég bara síðan ég bjó í sveitinni, allavega hef ég aldrei séð svona mikinn snjó á Akureyri. Er reyndar hætt að snjóa í bili og verður farið í að reyna að ná litla Polo út úr rosa skafli á morgun.
Aðfangadagskvöld var mikið stuð. Þau feðgin Eyþór og Rakel voru hjá okkur og var það bara mjög huggulegt. Katla var í rosastuði og þurfti mikið að dansa og sýna sig held það hafi verið spenningur fyrir pökkum sem ollu þessu. En hún opnaði pakkann frá okkur foreldrunum og þá eiginlega missti hún áhugann á hinum, gerði það meira svona afþví henni var sagt að gera það:)
Hún fékk eldhús frá okkur foreldrunum, prikhest frá Rakel, Svuntu og ofnvettlinga frá Brynju, svo bók frá systrum líka, fékk prjónakjól, peysu, sokkabuxur, bol, ullarvesti hneppt, stól, dúkku, DVD diska x 3, húfur x 3, ullarkápu, snjóþotu, og eitthvað fleira sem eg man ekki.
Ég fékk helling líka, fékk sturtusápu, handáburð, bók, gjafakort á Glerártorg (ætla sko að kaupa mér sæng fyrir það) kjól, bol, leggings, gloss, sokka, gjafabréf frá dótturinni sem hún bjó til sjálf og snýst um að þjóna mér (innihélt nokkra miða og þar var s.s. uppvask, þrif á sameign, pössun, tásunudd og fleira fallegt) og svo voru spakmæli og fallegar mömmusetningar (fannst voðalega vænt um þetta), kertadisk og 3 kerti, gipshandarfar frá Kötlu sem hún bjó til á leikskólanum, geggjaða ljósmynd, herbalifevörur, síðan fékk ég frá skjóstæðingum mínum 3 kerti og konfekt bara dúllulegt:) Allt saman alveg yndislegt.
Síðan á jóladagskvöld vorum við systur hjá pabba með dæturnar og fengum hangikjöt og meðþví.
Áramótin verðum við Hildur, ég og Brynja hjá pabba líklega en Katla verður líklega hjá pabba sínum og Rakel. Gaf henni frí í leiksksólanum á milli hátíða þannig að hún verður hjá pabba sínum fyrri part dags og mér seinnipart en fer svo til hans að morgni 30 des og ég sæki hana á nýársdag. Þarf nefnilega að vinna dobblað þann 30 des en er svo komin í 4ra daga frí.
Tók smá trylling í Lord of the rings og er búin að horfa á tvær fyrstu myndirnar en á þá þriðju eftir er að spá í að byrja á henni núna. Brynja er að vinna og ég ætla að bíða þar til hún kemur og Katla er hjá pabba sínum og ætlar með honum í Búðardal á morgun ef veður leyfir
Elín sys kom aðeins áðan en hún er að vinna öll jólin og gistir í íbúðinni hennar mömmu sem er nú eiginlega að verða síðustu skiptin sem það er hægt þar sem hún fer í leigu 1, jan.
Ætla að reyna að moka Polo út úr skafli á morgun og ætlar Hildur að kippa í hann ef hann er fastur og svo vona ég að planið verði bara mokað, hlýtur að gerast annars er ég ekki að stjórnast í því heldur einhver kona hér í húsinu. Ekki eðlilega mikill snjór hér, úff, mokaði pallinn hjá mér í dag og það er eiginlega komið allt aftur en held þetta sé nú búið í bili eða ég vona það:)
Best að detta aftur í LOTR
OFURsjúlli kveður algjör hobbiti
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.