Árið að enda....

Verð alltaf döpur á gamlársdag, viss kapítuli að baki s.s. heilt ár, með öllum þeim gleðistundum og sorgarstundum og kemur aldrei aftur og það finnst mér svo sorglegt að akkúrat þetta ár komi aldrei aftur...úff veit ekki allavega ég verð alltaf sorgmædd á þessum degi og punktur með það.

Fór til doksa í morgun eftir að hafa haldið í gær að nú væri ég að hressast, nei þá var ég með 39°hita í gærkvöldi og í morgun. Var komin með bronkítis og sýkingu í ennisholur svo ég fékk sýklalyf, gaman að því. Á að forðast að vera úti í kulda sem kemur að sjálfu sér að ég fer nú ekki að hlaupa eitthvað úti þegar ég er með hita og þegar mér er meira að segja kalt inni dúddamía. Hlýtur að lagast með tíð og tíma. Fer í blóðprufu líka á mánudag til að athuga hvort ég sé með ættarsjúkdóminn haemachromatosis eða járngeymdarsjúkdóm minnir mig að hann heiti á íslensku. Mamma var með hann og Elín og Már eru með hann en vona að ég sé ekki með hann. Er reyndar með algengur sjúkdómur en vangreindur í flestum tilfellum, Hildur sys fer líka í blóðprufu vorum búnar að trassa þetta alltof lengi;)

Katla fór til pabba síns í dag og ég sæki hana á Nýársmorgun, gott eiginlega fyrir hana þar sem ég held ég hafi ekki verið sú skemmtilegasta undanfarna daga ekkert getað farið út með henni eða neitt og Brynja á fullu að læra fyrir próf. Þó svo ég sakni hennar nú heilan helling yfir áramótin þá verður það í lagi. Við systur og Brynja ætlum að elda hjá pabba og svo bara spila, og skjóta upp rakettum og svona síðan fer Brynja á eitthvað útstáelsi en við hin förum bara að sofa:) Gott að hafa bara rólegheit enda ekki annað í boði.

Ætla að fara á morgun eða eftir áramót og kaupa mér sæng, en pabbi gaf mér gjafakort og ég ætla að kaupa mér sæng og eitthvað fleira skemmtilegt fyrir það, sængin mín er orðin svo þunn að ég þarf helst að sofa með Kötlu sæng líka og þegar ég er lasin eins og undanfarið þá duga þær 2 ekki einu sinni til. Ætla að fá mér andadúnssæng eins og ég gaf Brynjunni minni fyrir nokkrum árum svo þykk og hlý og góð.

Splæsti í síðustu seríuna af Greys áðan þannig að nú eigum við þær allar, ágætt að hafa eitthvað að horfa á, kaupi mér kannski síðustu seríuna af Despó fyrir restina af gjafakortinu frá pabba ekki galin hugmynd:)

Þoli ekki að vera heima vegna veikinda, hef alltaf samviskubit ef maður er ekki í vinnunni þar sem maður veit að fólkið manns lendir bara á öðrum. Búin að taka 30 veikindadaga þetta árið en reyndar eru 16 dagar af því í æðahnútaaðgerðina og svo fékk ég sýkinguna í eyrað sem tók rúma 10 daga og svo núna þannig að ég hef ekki verið svo sem mikið lasin heldur bara átt lengi í því sem hefur komið. Enda er það yfirleitt þannig með mig, verð sjaldan veik en ef ég verð veik þá er það eitthvað vesen, t.d. ef ég fæ sýkingu þá er undantekningalaust lengi verið að drepa hana niður merkilegt....en svona er þetta bara, stefni á nýjan og heilbrigðan lífstíl með Hafliða eftir áramótin þegar ég verð búin að hrekja alla óværu úr mér. 

Jæja ætli maður haldi ekki áfram að láta krauma í sér hérna og góni aðeins á Mcdreamy í Greys

OFURsjúlli kveður kraumandi kátur eða þannig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband