Að nenna en gera ekki...

Vaknaði í morgun með mikla nennu til að gera eitthvað en svo settist ég niður og einhvernveginn þá er nennan enn til staðar en samt fer ég ekki af stað, hvað skyldi það eiga að þýða.

Allt á full swing í hausnum á mér, langar svo margt, en eins og fyrr segir þá einhvern veginn vantar driftina. Langar að flytja til Englands, langar að fara í háskóla, langar að skipta um vinnu, langar í gjörólíka vinnu, langar að prófa eitthvað andstætt öllu sem ég hef gert og bara endalaust eitthvað.

Gæti auðvitað slegið tvær flugur í einu höggi og flutt til Englands og farið í skóla þar, gefið skít í gamla ísland og kíkt hérna við sem túristi, en þá kemur spurningin er eitthvað grænna hinumegin? Held nefnilega ekki en hvernig veit ég án þess að prófa? Þetta er flókið apparat þessi haus á manni, mjög merkilegt og stundum bara frekar heimskulegt reyndar.

Ég hef ekki prófað margt, ég er auðvitað búin að prófa að fara í skóla, bara ekki háskóla, ég hef flutt, bara aldrei erlendis, ég hef skipt um vinnu, en enda alltaf í þeirri sömu. Hvað er að manni......

England er fallegt land, og gæti verið gaman að búa þar í eins og tvö ár og sjá til. Háskólinn á Akureyri er góður skóli, gæti verið gaman að fara þar í nám í Auðlindadeild, kúpla mig frá heilsugeiranum sem er bara ekki að gera sig launalega séð miðað við erfiða vinnu.

Ætla að gera eitthvað í hlutunum, markmiðssetning mín nær til eins árs til að byrja með, ég á lítið eftir í stúdentinn sem ég ætla að byrja á að klára, þá verða mér allir vegir færir inn í háskóla, maður er aldrei of gamall til að læra, nýtur þess kannski bara betur þegar maður eldist...Vinna í heimahjúkrun allavega árið sem ég er að klára stúddann og svo endurskoða ég það sem mig langar að gera. Þ.e.a.s. ef ég verð ekki komin á bæinn því ef þetta heldur svona áfram þá endar maður þar...

Kannski er ekkert langt í að ég verði OFURlíftæknifræðingur já sælir og gúddmoren

OFURsjúlli kveður leiður á klakanum 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband