3.4.2010 | 16:25
Ljós í myrkri
Ef það má ekki kalla björgunarsveitir landsins það þá veit ég ekki hvað, þeir eru þeir sem halda öllu á floti hérna og stoppa alltaf og bjarga ALLTAF. Ég tek algjörlega ofan fyrir þessu fólki, þvílík þrekvirki sem það er að vinna við hrikalegar aðstæður og gera þetta allt í sjálfboðavinnu. Þetta er mjög óeigingjarnt fólk sem og þeirra fjölskyldur. Vona að þeir sem flækjast upp að eldgosi á brókinni einni saman liggur við og vola svo úr kulda sjái sóma sinn í því að styrkja björgunarsveitir landsins hvenær sem tækifæri gefst og hananú...
Skrýtið veður búið að vera hér á Akureyri í dag, í morgun mikil ofankoma og frekar leiðinlegt færi þegar ég fór að vinna, kl 12 by the way þegar ég var búin að vinna kom sól. Síðan núna er sól en hvessir reglulega og fylgir því snjóbylur, hvernig skyldi það verða þegar ég fer aftur að vinna kl 18 hmmm verður spennandi en eflaust verður það leiðinlegt atsjú.
Búin að vinna aðra vakt dagsins, fara í heimsókn, með pápa minn í verslunarleiðangur, fara sjálf í verslunarleiðangur, þrífa og skúra, þvo þvott og svo núna í restina ÉTA, matur er jú mannsins megin og ég gæti horast niður á notime ef ég fengi ekki eitthvað gott í bumbu. Fékk reyndar bara hollt í bumbuna núna:)
Katla mín hjá pabbanum sínum, fór á náttfötunum þangað í morgun mikið sport, ekkert vesen bara koss á mömmu og bless, frábært allt að koma:) Svo sæki ég hana aftur í fyrramálið en þá fer pabbinn að vinna og enn fær hún að fara á náttfötunum ekki lítið gaman:)
Pabbi bauð okkur öllum í mat á morgun, s.s. dætrunum og barnabörnunum og fyrrverandi tengdasonum sínum tveim, er þetta ekki magnað að allir geti bara verið vinir í skóginu það held ég nú, myndi sko ekki vilja hafa þetta öðruvísi, er á meðan er allavega:)
Best að fara að huga að því að fara í vinnu slappa af í 1 klst og síðan af stað
Gleðilega páskar allir sem einn
OFURsjúlli kveður í páskafíling
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.