Sumarið er tíminn

Fórum mæðgur í dag og fjárfestum í grilli og sólbaðsbekk og litlum sólstól handa Kötlu í RL búðinni. Nú erum við því sem næst klárar fyrir sumarið. Nema að enn vantar Döggina mína vinnu sem er ekki gott damn. En vonandi dettur hún einhversstaðar inn.  Held í þá von allavega.

Viddi mágur kom og græjaði fyrir mig vegginn, klæddi hann með gereftnum og er búinn að græja gólflistann líka en eftir að setja hann á:) Síðan er ég búin að panta screen gardínur sem ég er búin að ætla að kaupa í heilt ár, enda verðum við mæðgur allar fegnar þegar þær verða komnar upp en þær verða tilbúnar 11 maí og kemur maður og setur þær upp fyrir mig jibbí....

Katla mín varð allt í einu í gær svona hundlasin og rauk upp í hita, var svo með óráði í nótt en vaknaði svo í morgun haugkvefuð með smá lumbru, þannig að við vorum að dunda okkur hérna til kl 17 en þá kom pabbi hennar og sótti hana, ég verð að vinna tvöfalt alla helgina þannig að þetta er þeirra helgi:) Hlakka samt mjög til að hún komi aftur.

Fór og fjárfesti í litlu krúttlegu hjóli handa henni og er hún að æfa sig í því að hjóla, og ótrúlegt hvað henni hefur farið fram á stuttum tíma þessu krútti þannig að hún verður orðin hjólatúrafær í enda sumars vonandi. Ætla svo að fara til Vidda í skíðaþjónustunni og fá mér hjólastól á hjólið ef einhver stóll passar, stóllinn sem hún á passar ekki á mitt hjól bara Eyþórs en vonandi finn ég einhvern.

Brynjan mín fékk loksins sumardekk á bílinn en þau eru ekki komin undir enn en fer á mánudag og læt setja þau undir, enda ætlar löggan að fara að sekta þá sem ekki eru komnir á sumardekkin núna um mánaðarmótin, pabbi ætlar að dúndra mínum undir á morgun þannig að þetta fer allt að koma:)

Liggjum hérna mæðgur algjörlega flatar og höfum það huggulegt núna, ég ryksugaði og skúraði og hljop á meðan Brynja fór á æfingu og síðan erum við bara punkteraðar. Var á leið í rúmið áðan þegar Wallander var að byrja í tv og ég er ekki enn farin inn enda góð mynd í tv núna sem alveg er vert að vera þreytt í vinnunni á morgun fyrir:)

En ætla að láta þetta gott heita núna og fara bráðum að halla mér allavega halla mér í sófann fyrir framan tv:)

OFURsjúlli kveður nokkuð sáttur bara..... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband