veikindi

Litla barnið mitt enn hundlasið, enginn svefn í nótt eða allavega mjög lítill, hágrét og bað mömmu að að "laga þetta". En mamma gamla gat ekkert annað gert en gráta með litla barninu og vona að nóttin liði hratt. Líður skárr núna en erum að bíða eftir þvagprufu aftur. Keypti helling af góðu til að drekka og vona að hún verði búin að skila því fyrir kl 17 en þá eigum við að fara upp á FSA. Móðurhjartað kremst við svona vesen..finn svo til með henni enda ekkert grín að hafa ekki pissuverkfærin í lagi kannast sjálf við það.

Þurfti að fara á sýsluskrifstofuna í gær og ég meina það, Akureyrarbær er með herferð í gangi með að bæta framkomu og þjónustulund síns fólks, en alveg er ég viss um að gleymst hefur að kynna þetta fyrir starfsfólki sýslumannsskrifstofunnar, þyrfti svo sannarlega að kunna að bjóða góðan dag að fyrra bragði svo ekki sé talað um allt annað. Eiginlegi mætti mér bara dónaskapur þarna og alls ekki  í fyrsta skiptið.

Best að hætta öllum pirringi og fara að sinna litla barninu

OFURsjúlli kveður alls engin OFURmamma 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband