29.8.2010 | 07:23
Genó ekki Hof:)
Hofið opnað í gær með viðhöfn, við ætlum að fara að skoða það í dag, Katla kallar það alltaf Genó veit ekki afhverju, samþykkir bara ekki að það heiti Hof:)
Fer á setningu tónlistarskólans þar á morgun en Katla er að byrja í honum og ætlar að læra á fiðlu, pabbi hennar þarf að læra með henni í nokkrar vikur til að geta leiðbeint henni, verður gaman að sjá hvort hún hafi þolinmæði í þetta haha en hana hlakkar mikið til allavega.
Brynhildur og Katla eru að ná þvílíkt mikið saman þessar vikurnar, dunda mikið og finnst voða sport að fara í heimsókn til hvor annarrar án mömmu;) Voru meira og minna að leika í allan gærdag, ýmist hjá mér eða Hildi, fórum með þær í berjamó og svo tók ég þær með á fótboltaleik sem þær entust meira að segja á eiginlega allan tímann. Rosa gaman:) Eru ólíkar að mörgu leyti og rífast stundum en eru að læra á frekjuna í hvor annarri og ná að sjatla málin stundum;)
Brynja mín meiddi sig á leiknum í gær á lokamínútum gaf markmaður Fylkis henni þokkalega á kjaftinn, líklega misst meðvitund í nokkrar sek, sprungu báðar varir, mikið bólgin og marin á nefi, og auga. En hún kláraði leikinn og kom svo heim eins og hún orðaði það sjálf "Frankenstein" en þær unnu leikinn 3-1 ;)
Ekki getað hreyft mig sem skildi í vikunni vegna magaverkja en samt x 3 en bara minna en venjulega, svindlaði um síðustu helgi og missti mig í súkkulaði og hefndist fyrir það alla vikuna, en að ég hefði nokkuð lært og datt í nammi á föstudag en ekki eins mikið og um síðustu helgi þannig að ég er ekki alveg eins slæm, verð bara að sætta mig við að ég MÁ ekki svindla það er bara þannig. En skrokkurinn líður fyrir þetta hreyfingaleysi er frekar slæm i öxlum og hálsi og bara allsstaðar núna. En ætla að bæta þetta upp í vikunni, verð að reyna líka að hreyfa mig aðeins í dag.
Fer í magaspeglun 5 okt, var hringt kl 13 á miðvikudag og mér boðið að koma á fimmtudag og ég neitaði og strax og ég var búin að leggja á sá ég eftir því, gott að klára þetta bara frá og fá að vita hvað er að .... en svona getur maður verið heimskur, skal viðurkenna að mig kvíðir mikið fyrir svona magaspeglun hef aldrei farið í þetta og veit bara að þetta getur verið mjög óþægilegt en ....hefði átt að drífa mig.
Vinnuhelgi um næstu helgi dobblað s.s. bæði morgun og kvöldvaktir en svo langt helgarfrí sem verður sko frábært.
Er að tapa mér þar sem KAtla mín vaknar alltaf kl 06 og vill ekki sofa á daginn lengur og er því sofnuð upp úr kl 19 en það er svo sem gott ef eg gæti bara haldið mér við að fara í bælið í kringum kl 22 þá myndi þetta vera í lagi úffff...
Best að horfa á Bubba Byggi í smá stund, litla barnið hætti bara að horfa og fór að leika sér í dúkkuleik þannig að eins og oft áður þá sit ég og horfi;)
Yfirliði kveður
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.