Helvítis skítapakk

Enn og aftur, takið eftir enn og aftur á að skerða hjá manni. Ég er ekki tekjuhá en miðað við hvað tekjumörkin eru fáránlega lág þá verður þetta rifið af manni meira og minna. Díses hvað á að þurrmjólka mann lengi. Ég er að verða komin í þrot með að borga, í fyrsta lagi get ég það ekki, í öðru lagi þá get ég það ekki og í þriðja lagi þá eiginlega sé ég ekki tilganginn með því, maður rétt nær að draga fram líftóruna og þá er eitthvað skert og líftóran fjarar út. Ég er sammála manninum í dag sem var með skilti í sjónvarpinu og talaði á því um talibanastjórn. Við erum skorin á háls hægt og lífið murkað úr okkur á þann hátt, talibanar gera þetta hratt og ákveðið. Vildi gjarnan að ég hefði verið fyrir sunnan í dag með heilt hænsabú og grýta þetta lið. Ég er komin með nóg og það svo miklu meira en nóg.........

YFIRliði kveður gersamlega orðlaus..


mbl.is Barnabætur lækkaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl, þú gerir þér væntanlega grein fyrir því að það er kreppa. Ríkisstjórnin þarf þess vegna að skera niður.

 Kveðja,

Bjarki (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 10:11

2 identicon

  Mér vitanlega er alltaf kreppa hjá öryrkjum, ellilífeyrisþegum og barnafólki.

Hef ekki enn hitt neinn af ofantöldum hóp sem hafði það eitthvað extra gott fyrir þessa blessuðu kreppu. Og ekki batnar það að nota niðurskurðarhnífinn á einmitt þennan hóp, enn og aftur.

Mæli með að td eftirlaunasjóður Davíðs og hans companýi sem sluppu undan niðurfellingu vegna fyrningartíma, verði lagður niður og hann eins og annað fólk í þessu landi fái sömu eftirlaun. Veit allavega um helling af fólki sem hefur unnið fleiri ærleg handtök á þessu landi en hann og eru ekki með OFURLÍFEYRIR. 

Byrjið þar sem Bullið Byrjaði og haldið svo niður stigann, er nokkuð viss að þá þyrfti þessi kona sem og annað barnafólk  ekki að blæða eina ferðina enn fyrir þetta helvítis pakk, sem vann ekki fyrir laununum sínum, og hirða svo elliárin af útjöskuðu erfiðs vinnufólki sem á að hafa þann lágmarksrétt að eigna oní sig og á í ellinni. 

Vona innilega að þú lendir ekki þar Bjarki minn!!!! BASTA

Svanfridur Sigurlín Sturludóttir (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 16:34

3 identicon

Bjarki - þó ég sé kvenmaður og einstæð móðir þá þýðir það ekki að ég sé fífl, ég veit það er kreppa en mér finnst eins og SSS bendir á að það sé kannski hægt að byrja ofar í stiganum en ekki alltaf byrja á þeim sem minnst hafa og hygla hinum. Ég fæ engar afskriftir af mínum skuldum nei ég verð að gera svo vel að borga mínar og gott betur en það, ég fékk arf eftir móður mína og átti þar af leiðandi fyrir útborgun í íbúð sem ég keypti, (var að skilja við eiginmann minn þá) í dag hefur lánið á íbúðinni sem ég tók við hækkað um útborgunina þannig að ég á ekkert lengur í íbúðinni, ég var í rauninni að kaupa mér öryggi en í dag er öryggið farið því ég á ekkert lengur íhenni og efast um að ég geti borgað mikið lengur þar sem allt hefur hækkað nema launin mín, ef ég hefði haft þessi launsem ég er með í dag 2006 með mínar skuldir þá, þá lifði ég í vellystingum miðað við í dag.

Erna (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband