27.3.2011 | 22:26
Dagur í lífi liðans....
Hringt í mig í gær varðandi segulómunina og ég er s.s. ekki deyjandi eins og ég var klárlega farin að halda;) Hún kom vel út þannig að nú er allavega búið að útiloka að þetta sé nokkuð arfaslæmt eins og maður var farinn að hallast að. Er með eitthvað þarna í móðurlífinu sem á að taka með tíð og tíma en ekkert slæmt;) Verkirnir eru s.s. óútskýrðir nema að mjólkin hafi valdið þessu, allavega hef ég ekki fundið þessa verki svona slæma eftir að ég hætti að snerta það sem er mjólk;)
Katla búin að vera í slíku stuði alla helgina að það er búið að vera erfitt fyrir mig öldunginn að hafa við henni. Fórum í göngutúr í gær í kerrunni og rökræddum fram og aftur að nú væri kominn tími á að nota fæturnar og hætta þessu kerrurölti, litla ekki sátt við það enda afburðaþægilegt að biðja um göngutúr og slaka bara sjálf á;) Skruppum til pabba í kaffi og hún er orðin svo lagin við að láta hann skoppa í kringum sig að það hálfa væri nóg. Síðan í dag tókum við snjókast á þetta og skemmtum okkur konunglega við að finna stað fyrir blómabeð og svona og fundum meira að segja kónguló á lífi helv...eini gallinn við hlýindin;)
Katla fór í 4ra ára skoðun og kom ljómandi vel út úr því, nema hún var svolítið feimin við þessa konu sem tók hana í prófið en gekk vel samt. Fór líka í foreldraviðtal á Kotinu þar sem hún kom rosalega vel út í öllu nema hún er svolíitð óörugg á köflum sem er líka alveg eðlilegt, aðallega við aðstæður þar sem foreldrar koma og allir eru s.s. feimin bara eins og mamma hennar var, veit ekki hvort pabbinn hefur verið feiminn á sínum yngri árum.
Prufuðum aðeins Hafliða í dag og ákváðum að nú færum við á hann reglulega alltaf til skiptis því henni finnst það mjög gaman, hef ekkert getað hlaupið fyrir þessum verk en þar sem hann er að verða liðin tíð þá verður maður víst að drullast til að nota græjuna aftur;) Enda ekki snert hann í marga mánuði og bara verð að drífa mig af stað. Þarf reyndar að fjárfesta mér í hlaupaskóm upp á aðeins tæp 30 þús þar sem ég þarf innanstyrkta en ætla að kaupa mér þá í maí hlýt að verða rík þá;)
Best að fara að skríða upp í hjá litla barninu, er að lesa ísfólkið og það er svo spennandi að ég tek það framyfir gott sjónvarpsefni og horfi eiginlega ekki á tv á kvöldin.
Námskeiðstörn framundan, búin með eitt í fjarnámi og er svo að fara á námskeið á FSA á miðvikudag og fimmtudag um Stoðdeildir og svo 14 og 15 apríl um Stoðkerfið, ætla svo á eitthvað eitt enn fyrir sumarið. Búin að fá að vita hvernær ég fer í sumarfí og byrja ég 1 júlí og er til 12 ágúst íha bara snilld nema eitthvað breytist. Næ þá 2 vikum með Kötlu í fríi og pabbi hennar 2 vikum og svo fær hún aukafrí svona eftir því hvað mömmunni hentar. Efast um að maður fari neitt í sumar þar sem bensínið er hrikalega dýrt og allt hefur hækkað, bara vera dugleg að fara í sund og pikknikk hingað og þangað.
Best að afara að lesa
Yfirliði kveður.....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.