14.3.2009 | 07:27
Breyttir tímar, nýjir tímar
Bara hjá mér eins og þjóðarbúinu, breytingar og nýjir tímar S.s. já þetta er nýja bloggið mitt og stendur ekki til að breyta því oftar. Hér ætla ég að vera og ekkert múður.
Við Katla eða aðallega Katla vaknaði kl 06.00 og var ég ekki alveg að sættast á að kl væri ekki meira, en maður segir ekki þessu tæplega 2 ára kríli að fara að sofa aftur ónei, hún var vöknuð svo ræs kelling:) Katla er auðvitað afskaplega orkumikið barn eins og þeir vita sem þekkja hana og er snögg að ná í það sem hún ætlar sér. Náði myndavélinni hennar Brynju sem by the way ég keypti fyrir nokkrum mánuðum og missti hana í gólfið og það tekur því ekki að gera við hana, Brynja átti aðra vél sem hún fékk í fermingjagjöf á undan henni en Eyþór missti hana í gólfi og tók því ekki að gera við hana, geri s.s. ekki annað en kaupa myndavélar þessa mánuðina. Ætla að fara um mánaðarmótin og kaupa eina enn handa stúlkunni:) En skrýtið samt að selja myndavélar og alveg sama hvað kemur fyrir þær þá er svarið alltaf það sama "tekur því ekki að gera við þær" varla litið á þær samt, merkilegt.......
Brynja fór á ball í gærkvöldi en var komin um kl 1 eða þá heyrði ég allavega í henni frammi, vaknaði nefnilega við einhverja gaura sem trítluðu hérna niður Hamarsstíginn og héldu að þeir gríðarlegir poppsöngvarar
Erum í basli með leigjendurnar okkar í Smárahlíðinni, borga ekki leigu á réttum tíma, skemma innanstokksmuni og eru með endalaust partýstand. Svara svo ekki síma, og/eða skella á mann ef maður hringir. Löggan gaf okkur nokkur góð ráð í gær, en almáttugur ég er búin að átta mig á að það er langbest að láta bara fasteignasölurnar sjá um að leigja fyrir sig, maður þarf þá ekki sjálfur að standa í svona leiðindum. En maður lærir bara á þessu
Farin að hlakka til að fara í sumarfrí í sumar, er að spá í að fara með dúfurnar mínar kannski austur á land, taka pabba með kannski og jafnvel Hildi og dætur ef þær verða góðar, ætla samt að sjá til því Brynja er svo mikið að keppa og erfitt að skipuleggja sumrin en auðvitað vil ég helst hafa hana með, er nú líklega samt orðin of sein að sækja um bústað en ætla að sjá til. Svo er ættarmót í mömmu ætt og verður það í ágúst einhverntímann og það verður eflaust mjög gaman því ég hitti sumt af hennar fólki mjög sjaldan og meira að segja suma sem búa úti í USA hef ég aldrei hitt, en Hildur systir mömmu bjó frá því hún var ung í USA gaman að því.
Læt gott heita á nýrri síðu
Sjúlli kveður kátur bara
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þá er ég búin að líta á þig á nýja staðnum Það er fínt að það er gott í þér hljóðið Erna mínj
Ragnheiður Sigfúsdóttir, 14.3.2009 kl. 15:27
Blessuð Ragnheiður mín. Já þýðir ekkert sorg og sút þó hlutirnir gangi ekki eins og maður vildi gjarnan að þeir gengju:) Lífið er bara gott...:) Takk fyrir innlitið varst sú fyrsta til að gera vart við þig:)
Móðir, kona, sporðdreki:), 14.3.2009 kl. 21:37
Jæja hér ertu komin þá, auðvitað heldurðu áfram að blogga kona, rífa þig og skammast eins og þú ert vön Það þýðir ekkert að gefast upp þó á móti blási. Með hækkandi sól fer allt uppávið og við líka :) ég er farin að finna hjúkkubústað í júlí og svo förum við 6 stelpur í sumarfrí....og einn gamall strákur.....eða heldri maður .....jey! Nú er ég farin að eyða kvöldinu í arkitektúr og hönnun í huganum....kv Hilla sys ps. Mikið er þetta slæmt fyrir sjálfstraustið þessi ruslpóstvörn, þegar ég varð að hugsa mig um....summan af 5 og 1......var reyndar í símanum líka en......síðast þegar ég þurfti að hugsa mig um hvað 5+1 væri var ég svona 7 ára!!!!
Hilla pilla (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 21:44
Haha Hildur stærðfræðisení, ertu kannski eins og karlmaður getur bara gert eitt í einu múhahahha...enda hvað varstu eiginlega að hanga í tölvunni og hvað þá skrifa comment talandi í símann, en þar sem ég veit við hvern þú varst að tala er aðeins eitt sem ég get sagt "ég skil þig":)
Móðir, kona, sporðdreki:), 15.3.2009 kl. 08:15
Já velkominn í hópinn. Ég er líka Spordreki þeir eru besti láta ekki gabba sér
Kær kveðja Gulli Dóri
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 15.3.2009 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.