Laugardagskvöld og mig langar á ball

Sem er reyndar alls ekki rétt, langar ekkert á ball, en vildi gjarnan að það væri eitthvað sæmilegt í Tv en það fer eitthvað voðalega lítið fyrir þvíErrm hangi bara á netinu í staðinn, hvernig fór fólk að áður en netið kom, hefur líklega verið að gera eitthvað nytsamlegt eins og að prjóna en það er ekki eins og ég nenni því ekki enn allavega. Fann samt flotta uppskrift að ermum um daginn og ætla að prjóna mér þær en framtakssemin er ekki komin lengra en að hugsa.

Katla búin að vera hroðalega pirruð í dag og ég fór svo að reyna að finna út hvað málið væri og er þá ekki litla skinnið frekar en EKKERT komin með sveppasýkingu í klobbann, ég í ísskápinn og sótti Ab mjólk og bar á og hún sofnaði allavega, þannig að það virðist hafa slegið á. Bökuðum okkur eplaköku í dag og fórum með hana til Hillu sys og dætra og átum hana þar með þeyttum rjóma alveg eðal. Klæddum okkur svo og fórum að moka tröppurnar svona til að drepa tímann og enduðum á því að fara saman í bað við mæðgur sem endaði með að baðherbergið varð að svona temmilegri sundlaugW00t

Brynja lítið sést í dag, búin að vera með vinkonu sinni og fór svo núna á rúntinn með vinum sínum, gaman að því. Er að komast á rúntaldurinn ohhh það er svo skemmtilegur aldur í minningunni allavega:)

Ætlaði að fara að gera skattaskýrsluna fyrir mömmu en ákvað svo bara að fara með þetta dót á Skattstofuna og biðja þá að gera hana, vissi ekki fyrr en á fimmtudag að það væri hægt. Frábær þjónusta hjá þeim, pabbi fór með sína og það tók heilar 10 mínútur og allt klárt og skilað, snilld.

Jæja er að hugsa um að fara og taka eins og einn despó þátt í bælinu og fara svo að sofa bara.

Sjúlli kveður útvaxinn eftir daginnSick


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Jóhann Bragason

Hver er þessi Goði,

Ásgeir Jóhann Bragason, 14.3.2009 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband