17.3.2009 | 21:43
Varúð ekki leigja....
Mikið óskaplega sé ég eftir því að hafa leigt íbúðina hennar mömmu DAMN, eru einhverjir rugludallar í henni sem borga seint og illa, búnir að skemmta hluta af eldhúsinnréttingunni og loftið með múrbroti, stöðug partý hjá þeim þannig að fólkið í húsinu hefur verið að kvarta, þannig að nú fórum við systur til lögfræðings í dag til að reyna að koma þeim út, vonandi gengur það hið snarasta. Vildi kona koma og skoða í dag en það er ekki hægt að sýna hana í því ásigkomulagi sem hún er helvítis fokking fokk...
Brynja og Thelma vinkona hennar voru hér í dag að baka köku, sem maður þurfti eiginlega ekki nema eina litla sneið af til að fá ógeð svo sæt var hún en góð var hún engu að síður, maður fékk sér bara lítið í einu en oftar múhahha sleppi nú ekki svona gúmmulaðisveislu. Brynja er svo núna með stelpunum sem vinna á opnu húsi á kaffihúsi s.s. svona girls night out eða eitthvað í þá veruna:) Fór með hana til læknis í gær út af kjálkanum og þarf hún að fara til Ragnheiðar Hansen tannlæknis sem er sérhæfð í svona dæmi, þegar hún fór til Teits fyrir 2 árum þá sá hann á mynd að hún var tognuð í kjálkanum en svo er þetta að versna núna aftur, Þorgils læknir vissi ekki hvort þetta gæti verið áverki (hefur fengið bolta nokkrum sinnum í andlit ólíklegt samt) eða hvort hún gnístir tönnum eða vegna hennar fyrri sögu um krossbit. Þannig að á morgun þarf ég að panta tíma fyrir hana. Svo er hún um helgina að bregða sér í borgina með Þórsurum, alltaf nóg að gera hjá liðinu:)
Var að horfa á Latabæ með Kötlu í dag og fór að spá í að einu sinni var alltaf sagt að það væri óhollt að borða á hlaupum og svo að maður ætti að borða við matarborðið. Hmm ekki alveg það sem börnin læra í latabæ þar sem íþróttaálfurinn er á stöðugum hlaupum á eftir hinum og þessum ávöxtum og ALDREI við matarborðið skondið en auðvitað snilldar efni engu að síður, bara datt þetta allt í einu í hug:)
Katlan litla verður 2 ára á sunnudag og ætlum við að halda smotterís kaffi fyrir fjölskylduna svona ef einhver vill detta á Eyrina á sunnudaginn, ætla líka að baka köku á föstudaginn og gefa grislingunum á Bubbakoti:) Gaman að þessu, fékk fyrsta glaðninginn í dag eitthvað umslag frá langömmu Lillu spennó:)
Alltaf böns að gera í vinnunni minni sem er gott, var að plana sumarfríið mitt í dag og fer ég í frí 17 júlí -10 ágúst gæti verið að ég yrði eitthvað ögn lengur en er alveg sátt við ekki lengra frí, fer samt svolítið eftir því hvort ég fæ aukningu 1 apríl eða ekki, krossa putta bara verð að fá aukningu.
Var svo líka að leigja mér matjurtargarð 30 fm og verður nú heldur betur settar niður böppur, gulrætur og fleira slíkt góðgæti, pabbi uppveðraðist yfir þessu þannig að líklega þarf ég ekkert að gera nema að borga leigu:) Gaman líka fyrir stelpurnar að gramsast aðeins í þessu og Brynju að rifja upp garðverkin sem hún var nú ekki sjaldan í með ömmu sinni Lilju:)
Ef einhver vill fá orku og það svakalega mikla orku þá mæli ég með te sem heitir Oolong te og Puer te Wow ég hendist hérna um þegar ég er búin að drekka þetta, svo er ekki verra að þetta á að styrkja ónæmiskerfið og hjálpa manni við að losna við vökva og ég veit bara ekki hvað, tek það fram að ég er ekki að selja þetta, né á neinni prósentu við það
En allavega hætt að rausa
Sjúlli kveður blaðrandi út í eitt
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hvað segiru Erna, hvar fæst þetta magnaða te???? Veitir stundum ekki af auka orku:)
Erla Björk (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 15:28
Keypti þetta af konu á barnalandi, finnum allt þar:) netfanið hjá henni er siljao@internet.is heitir Oolong te og svo annað sem heitir Puer, er að drekka bæði og finnst þau frábær:) Kostar 50 daga skammtur 3500 af hvoru um sig:) en það eru einhverjir að selja þetta hér á Akureyri held ég....?
Erna (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 21:50
Sæl Erna mín. Flott hjá þér að vera með svona síðu, nú veit ég allt um þig hi, hi.
Sigga dóttir mín var að selja bæði Puer te og Oolong, kassinn var á 2500 fyrir hrunið, þá ákvað hún að hætta þessu a.m.k. í bili því gengið var orðið svo hátt. Ég á alltaf svona te og fæ mér, rosa fínt. Var með te til sölu hérna fyrir norðan fyrir hana, og það var brjálað að gera. Jæja gangi þér vel með heklið! KVeðja Ása Björk
Ása B Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.