20.3.2009 | 23:27
Traust og kjaftatíkur
Gaman að því þegar fólk hefur ekkert að gera en að velta sér upp úr vandamálum annarra, sumir lifa á því og lifa og hrærast í því daginn út og inn. Ég þoli ekki kjaftatíkur svo einfalt er það. Stundum þakka ég fyrir að vera BARA Erna sjúkraliði í heimahjúkrun, ekki mjög eftirminnileg persóna nema kannski hjá mínum skjólstæðingum sem er voða gott:)
Finnst það alltaf jafn fyndið þegar fólk segir að það hafi séð mig og ég ekki heilsað því einhversstaðar, kannski hef ég ekki tekið eftir því, kannski hefur mig ekki langað til að heilsa því, eða eitthvað annað og hlýtur að vera alfarið mitt mál eða kannski hins aðilans sem ég ekki heilsaði, hefði bara getað rokið á mig og heilsað, er frekar ómannglögg sem gerir málið enn skemmtilegra, þegar ég frétti að einhver hafi sagt að ég hafi ekki heilsað og eflaust er litið á mig sem algjörlega vonlaust case sem ég kannski bara er, en ég er svo fullkomlega sátt við að vera bæði ósýnileg og vonlaust case að það er bara eiginlega ekki fyndið. Mér er líka svo nákvæmlega sama hvað öðrum finnst um mig, ef einhver segir mig montrass þá bara allt í góðu, eða ófélagslynd þá líka bara "fínt" eins og mér sé ekki slétt sama um það...ef fólk vissi bara hvað ég get verið ógeðslega skemmtileg en bara innan um fólk sem mér finnst skemmtilegt Ef fólk talar um mig á bak, tel ég það vera gott mál því þá er ég allavega ekki gleymd, já svona getur lífið verið skemmtilegt.
Þegar ég var yngri átti ég trúnaðarvinkonur, sem var mjög gott en í seinni tíð hef ég frekar tekist á við eitthvað sjálf eða bara talað út í loftið og málið er dautt eða skrifa mig frá hlutunum það er mjög gott líka, finnst alltaf frekar lame þegar fullorðið fólk segist eiga trúnaðarvin, sérstaklega ef sá trúnaðarvinur er ekki makinn sem á þó að heita trúnaðarvinurinn ef fólk vill eiga slíkan vin. Ætli allir makar yrðu sáttir ef hinn aðilinn ætti annan trúnaðarvin en hann, tja maður spyr sig. Ég yrði ekki sátt ALDREI....enda finnst mér það vera pínu framhjáhald ef maður á mann og talar um tilfinningar sínar við einhvern annan, skrýtið en kannski er ég það skrýtnasta í þessu öllu.
Pæli stundum í mjög furðulegum hlutum sem er hollt fyrir alla held ég...ég get verið mjög gagnrýnin manneskja og beinskeytt en sporðdrekinn er þannig svolítið eitrað kvikindi, t.d. ætti enginn að reyna að svíkja hann því það gæti farið illa...já svona getur maður verið
Best að fara að halla sér, litla barnið vaknar snemma og þá þýðir ekkert annað en knús og meira knús
Ofursjúlli kveður með halann á lofti.....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.