Þessi fallegi dagur...

Veðrið lofar góðu í dag, logn og sól núna, alveg kjörið fyrir litlu útivistarsjúku stelpuna mínaHappy Lék sér úti í tæpa 2 tíma með Brynhildi frænku sinni í gær. Hérna get ég ekki bara sett hana út og verið svo inni og fylgst með henni en það er hægt hjá Hildi, enda með því að flytja bara til hennar múhahhahahah nei segi svonaKissing

Fór til læknis í gær út af hnúðnum og hann tilkynnti mér að þetta væri ekki æxli, hafði nú reyndar aldrei látið það hvarfla að mér. Á að sleppa því að vera að koma við þetta en fylgjast með þessu með tilliti til ef þetta stækkar, gæti verið um spurning um eitthvað í taugum. Hugsanlega mikið álag undanfarna mánuði að koma fram, finn til í öllum liðum og vöðvum. Setti mig líka á bólgueyðandi við hálsinum en það er að öllum líkindum sliti að kenni þessir verkir ekki beint vöðvabólga, þannig að þegar ég lífið verður komið í eðlilegar skorður sem verður vonandi sem fyrst, þá er bara hreyfing og meiri hreyfing, gott fyrir líkama og sál.

Brynja er fyrir sunnan, unnu Breiðablik 2-1 í gærkvöldi, eitthvað illa skipulagt samt allt þarna hjá sunnanmönnum, fengu mjög stuttan leiktíma og ýmsilegt fleira. En nennti eiginlega ekki að tala neitt við mig var ekki tími lítið á.

Katla á afmæli á morgun mikið líður tíminn, á þessum tíma fyrir s.s. 2 árum var ég farin að fá verki og var alveg ómögleg. Held það væri öllum karlmönnum nauðsynlegt að ganga í gegnum eins og eitt stykki fæðingu og finna hvað þetta er. En tæknin er ekki orðin slík að þeir geti þaðW00t Verður bara lítil veisla, engin ástæða til stórrar veislu á meðan hún er svona lítil. Bara það nánasta sem býr hér í 100 km radíus:) Nema að einhverjum ættingjum sem búa lengra frá langi til að sjá barnið á þessum degi þá að sjálfsögðu eru þeir velkomnir:)

Tilboð á garni í hagkaup um helgina, var ekki til það garn sem ég ætlaði að kaupa í mitt teppi, keypti því bara í teppi sem ég ætla að gera handa Kötlu, aðalliturinn er drappaður en svo verður rautt í því líka:) Hlakka til að byrja á því, stefni á kvöldið til þess.

Ofursjúlli kveður úttaugaðurW00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Pétursdóttir

Halló Erna, greinilega alltaf nóg að gera hjá þér , mættir gjarnan senda eitthvað af orkunni þinni yfir á letingjan  sem skrifar þetta. Hafðu það sem best. Kv, Kolla Pé.

Kolbrún Pétursdóttir, 21.3.2009 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband