Eldfjallið gaus en hjaðnaði aftur

Já litla barnið var hálflasið á afmælinu sínu með niðurgang og kvef, en í dag tja bara eins og óvirk eldfjöll eiga að vera fjörmikil en hress.

Fékk margt skemmtilegt í afmælisgjöf, Már og famili púsl og páskaegg sem by the way fylgdu leiðbeiningar um að ætti að borða strax og að mamman mætti ekki komast í það múhahah kom frá mágkonu minni sem greinilega veit hvurslags átvagl ég erLoL Frá Hillu og sys fékk hún hreingerningasett, fótbolta bleikan og regnhlíf og sló þetta allt í gegn sérlega þó regnhlífin, er ímynduð rigning alltaf hérna á munkanum núna. Elín sys færði henni sokkabuxur og peysu sem hún hefur ekki viljað fara úr og kallar hana úlpuLoL Frá afa Hauk fékk hún pening og frá okkur fékk hún dúkku og burðarstól og frá Lillu langömmu pening þannig að það var hellingur:) Svo kíktu Guðný hans Hreiðars aðeins í kaffi og stubbarnir hennar tveir gaman að sjá þau, ekki oft sem maður hittir þetta lið, eins og Már sagði í gær, það er jafnlangt frá Húsavík - Akureyrar og öfugt:) Hmm skildi hann hafa rétt fyrir sér, maður spyr sig.

Elín leiðbeindi mér með teppið í gær og ég er komin á skrið, gerði reyndar bara eina dúllu í gærkvöldi þar sem maginn var í skralli eftir mikið át múhahaha kann mér engan veginn magamál.

Brynja kom heim í morgun úr skólanum lasin, með hálsbólgu og hósta, líklega einhver flensueinkenni en sá skaðvaldur er að grassera hér á eyrinni. Eyþór var heima með Kötlu í morgun þar sem við vorum viss um að hún væri lasin, en feðgin enduðu í hjólatúr þar sem litla genið var í svaka stuði:)

Fór á spjall við góðan mann í morgun og það er svo gott að tala við hann að ég hefði getað verið bara lengur. En á eftir að fara aftur til hans fljótlega. 

Best að hætta þessu og íhuga bílaþrif,

Ofursjúlli kveður andlega úthreinsaður 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband