Húsmóðurlaun

Afhverju ætli það sé ekki launað að vera húsmóðir, nema jú með ánægjunni sem því fylgir. Er reyndar ekki það mikil húsmóðir að ég sé haldin einhverri vellíðunartilfinningu allan daginn yfir því að vera húsmóðir. Ég meina ég vinna til kl 13 og eftir það er ég húsmóðir í 100% vinnu þar sem það þarf að þvo þvott, halda heimilinu hreinu, hugsa um mat og allt þetta sem fylgir því að eiga heimili...já ég er frekar pisst.....Hef t.d. ekki verið í meiri vinnu því einhver þarf að hugsa um heimilið og barnið og slíkt en það skilar sér alls ekki í aur, helvítis fokking fokk..

Næst ætla ég að bjóða upp á jákvæðni:) Alltaf að velta fyrir mér einhverju spennandi og nýju, hringdi upp í VMA og var að velta fyrir mér rafvirkjun hvað segjum við um það. Er reyndar bara boðið upp á það í dagskóla en ég hugsa að ég gæti það samt með því að vera rosalega dugleg:) Ætla að velta þessu fyrir mér aðeins lengur að mörgu að hyggja, og sem meira er að ég er bara búin með helling af einingum upp í þetta nám...já sæll, gott að geta tekið að sér smá verkefni svona aukreitis, nú já eða bara séð um rafmagnið fyrir sjálfan sig því ekki er það  nú gefið að fá rafvirkja til starfa:) Allt í skoðun.

Hildur sys fær lyklana að nýju íbúðinni sinni í dag og verður hafinn flutningur ef heilsan hennar Brynhildar litlu leyfir, búin að æla í um 6 daga en virðist ögn að hressast, var alveg orðin undin af öllum vökva og mjög slöpp, enn sem komið er hefur hún samt sloppið við innlögn. fór til hennar aðeins áðan og gaf henni ostapopp og eplasvala, og hún var ánægð með það litla skinnið. Krossum putta að þetta fari nú að enda. En já flutningadagar framundan og það er bara spennandi en stressandi líka sérstaklega fyrir systir:::) Þetta kemur allt...

Katla var voða spræk áðan, búin að leika sér úti í 3 klst og var mjög þreytt við heimkomu, sofnaði svo til strax. Þegar hún vaknar þurfum við að bruna með Polo á Max1 en þeir þurfa að mæla eitthvað fyrir hvarfakútinn sem by the way þá kostar orginal 270 þús og ég svitnaði því þá væri hvarfakvikindið dýrari en bíllinn minn, en hann bætti svo við að það væri hægt að fá mixaðan fyrir 55 þús fyrir utan vinnu sem væri 15 þús já sæll, verðmætur bíll sem ég kem til með að eiga fyrir rest, en eins gott að maður fær orlof og orlofsuppbót, alltaf eitthvað sem maður getur gert við svona aukapening.

Best að fara að láta litla barnið rumska, blíðuveður og við á leið með polo á verkstæði

Ofursjúlli kveður kannski verðandi ofurraffi hver veit..... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ruth Antonsdóttir

Hæ Erna

Ég sé að það er alltaf nóg að gera hjá þér, já maður væri á grænni grein ef húsmæðrastörfin væru launuð. Það er aldeilis kraftur í minni að ætla að skella sér í rafvirkjun ( þetta er kannski eina leiðin til að komast í STUÐ ) í þessari kreppu, og svínaflensu-fári. Alltaf jafn gaman að fylgjast með þér, kveðja frá blogg-letingjanum.

kv Anna Ruth

Anna Ruth Antonsdóttir, 29.4.2009 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband